Vatnsmelónusalat

Uppskrift í samstarfi við Gotterí & Gersemar

Fyrr í sumar sá ég útfærslu af svipuðu salati á veraldarvefnum og hef ekki getað hætt að hugsa um það! Þetta er svo ferskt og gott og hægt að borða þetta eitt og sér eða hafa sem meðlæti með öðrum mat.


Hráefni


  • ½ meðalstór vatnsmelóna
  • 2 lúkur klettasalat
  • 100 g pistasíukjarnar
  • 2 msk. mynta
  • 1 x fetakubbur
  • 1 ½ msk. ólífuolía
  • 1msk. hunang
  • 1 msk. balsamikedik


Aðferð


  1. Skerið melónu í munnstóra bita
  2. Saxið pistasíur og myntu
  3. Myljið fetakubbinn
  4. Blandið klettasalati, melónubitum, myntu, pistasíum og feta saman.
  5. Hrærið ólífuolíu, hunang og balsamikedik saman og hellið yfir salatið, njótið samstundis.


Svo er ekkert annað í stöðunni nema njóta!

30 April 2025
Góðar kjúklingasamlokur standa alltaf fyrir sínu og þær smellpassa við hin ýmsu tilefni. Hér fær ferskur mozzarella ostur að njóta sín og við leyfum okkur að fullyrða að hér sé komin samsetning sem er með þeim betri.
30 April 2025
Vetur, sumar, vor og haust - það er alltaf rétta árstíðin fyrir gott salat. Mozzarellaperlurnar smellpassa með ljúffengri dressingunni, ferskum jarðarberjum og stökkri parmaskinkunni.