Vatnsmelónusalat

Uppskrift í samstarfi við Gotterí & Gersemar

Fyrr í sumar sá ég útfærslu af svipuðu salati á veraldarvefnum og hef ekki getað hætt að hugsa um það! Þetta er svo ferskt og gott og hægt að borða þetta eitt og sér eða hafa sem meðlæti með öðrum mat.


Hráefni


  • ½ meðalstór vatnsmelóna
  • 2 lúkur klettasalat
  • 100 g pistasíukjarnar
  • 2 msk. mynta
  • 1 x fetakubbur
  • 1 ½ msk. ólífuolía
  • 1msk. hunang
  • 1 msk. balsamikedik


Aðferð


  1. Skerið melónu í munnstóra bita
  2. Saxið pistasíur og myntu
  3. Myljið fetakubbinn
  4. Blandið klettasalati, melónubitum, myntu, pistasíum og feta saman.
  5. Hrærið ólífuolíu, hunang og balsamikedik saman og hellið yfir salatið, njótið samstundis.


Svo er ekkert annað í stöðunni nema njóta!

8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h
7 September 2025
Hvað er betra en gott kósýkvöld heima eftir góða vinnuviku? Þá er dásamlegt að setjast niður með hollari valkost af heimalöguðu poppi, sem inniheldur trefjar, færri kaloríur og andoxunarefni og njóta með góðri samvisku.