Fiski Taco með mango salsa

Uppskrift í samstarfi við Telmu / FitFood

Hráefni

Það eru 8 stk prótein tacos í pakka og því miðast uppskrift við 8 stk.


  • 600-700 gr þorskur, skorinn í bita og þerraður
  • 1 ½ msk. avókadó eða jurtaolía
  • 1 msk hunang
  • 1 ½ tsk chiliduft
  • 1 ½ tsk kúmen
  • 1 ½ tsk reykt paprika
  • 1 ½ tsk laukduft
  • 1 ½ tsk hvítlaukskrydd
  • ¼ – ½ tsk cayenne pipar
  • ½ tsk salt


Mangó salsa

  • 2 þroskuð fersk mangó, afhýdd og skorin í teninga
  • ½ bolli rauðlaukur, fínt skorinn
  • 1-2 jalapeños, fræ og himna fjarlægð, smátt skorin
  • Saxa kóríander lauf og stilka, magn eftir smekk
  • 2 lime, safi
  • ½ tsk salt


Aðferð


  1. Hitið ofninn í 200°C
  2. Blandið saman þorskbitunum, olíunni og kryddunum.
  3. Klæðið stóra bökunarplötu með smjörpappír og raðið fiskibitunum á pappírinn
  4. Bakið í 10 mínútur eða þar til þorskurinn er eldaður.
  5. Blandið saman mangó, lauk, jalapeño, kóríander, lime safa og salti í meðalstóra skál, Leggið til hliðar.
  6. Setjið Curry Magnó Callowfit (Fæst í Fjarðarkaup)  sósu á taco vefjuna svo mangó salsa og að lokum fiskinn.


Svo er ekkert annað í stöðunni nema njóta!

30 April 2025
Góðar kjúklingasamlokur standa alltaf fyrir sínu og þær smellpassa við hin ýmsu tilefni. Hér fær ferskur mozzarella ostur að njóta sín og við leyfum okkur að fullyrða að hér sé komin samsetning sem er með þeim betri.
30 April 2025
Vetur, sumar, vor og haust - það er alltaf rétta árstíðin fyrir gott salat. Mozzarellaperlurnar smellpassa með ljúffengri dressingunni, ferskum jarðarberjum og stökkri parmaskinkunni.