Fiski Taco með mango salsa

Uppskrift í samstarfi við Telmu / FitFood

Hráefni

Það eru 8 stk prótein tacos í pakka og því miðast uppskrift við 8 stk.


  • 600-700 gr þorskur, skorinn í bita og þerraður
  • 1 ½ msk. avókadó eða jurtaolía
  • 1 msk hunang
  • 1 ½ tsk chiliduft
  • 1 ½ tsk kúmen
  • 1 ½ tsk reykt paprika
  • 1 ½ tsk laukduft
  • 1 ½ tsk hvítlaukskrydd
  • ¼ – ½ tsk cayenne pipar
  • ½ tsk salt


Mangó salsa

  • 2 þroskuð fersk mangó, afhýdd og skorin í teninga
  • ½ bolli rauðlaukur, fínt skorinn
  • 1-2 jalapeños, fræ og himna fjarlægð, smátt skorin
  • Saxa kóríander lauf og stilka, magn eftir smekk
  • 2 lime, safi
  • ½ tsk salt


Aðferð


  1. Hitið ofninn í 200°C
  2. Blandið saman þorskbitunum, olíunni og kryddunum.
  3. Klæðið stóra bökunarplötu með smjörpappír og raðið fiskibitunum á pappírinn
  4. Bakið í 10 mínútur eða þar til þorskurinn er eldaður.
  5. Blandið saman mangó, lauk, jalapeño, kóríander, lime safa og salti í meðalstóra skál, Leggið til hliðar.
  6. Setjið Curry Magnó Callowfit (Fæst í Fjarðarkaup)  sósu á taco vefjuna svo mangó salsa og að lokum fiskinn.


Svo er ekkert annað í stöðunni nema njóta!

30 July 2025
Grænmetið skorið niður í hæfilega stóra bita og raðað á spjótin, öllum innihaldsefnunum í marineringunni blandað saman og penslað á spjótin.
BBQ kjúklingaborgari
25 June 2025
Klassískur réttur sem ég hef gert í mörg ár. Tekur enga stund að útbúa, er svo ljúffengur og allir í fjölskyldunni elska hann. Það er einnig mjög gott að grilla kjúklinginn en annars er afar fljótlegt að elda hann í ofninum.