Fiski Taco með mango salsa

Uppskrift í samstarfi við Telmu / FitFood
Hráefni
Það eru 8 stk prótein tacos í pakka og því miðast uppskrift við 8 stk.
- 600-700 gr þorskur, skorinn í bita og þerraður
- 1 ½ msk. avókadó eða jurtaolía
- 1 msk hunang
- 1 ½ tsk chiliduft
- 1 ½ tsk kúmen
- 1 ½ tsk reykt paprika
- 1 ½ tsk laukduft
- 1 ½ tsk hvítlaukskrydd
- ¼ – ½ tsk cayenne pipar
- ½ tsk salt
Mangó salsa
- 2 þroskuð fersk mangó, afhýdd og skorin í teninga
- ½ bolli rauðlaukur, fínt skorinn
- 1-2 jalapeños, fræ og himna fjarlægð, smátt skorin
- Saxa kóríander lauf og stilka, magn eftir smekk
- 2 lime, safi
- ½ tsk salt
Aðferð
- Hitið ofninn í 200°C
- Blandið saman þorskbitunum, olíunni og kryddunum.
- Klæðið stóra bökunarplötu með smjörpappír og raðið fiskibitunum á pappírinn
- Bakið í 10 mínútur eða þar til þorskurinn er eldaður.
- Blandið saman mangó, lauk, jalapeño, kóríander, lime safa og salti í meðalstóra skál, Leggið til hliðar.
- Setjið Curry Magnó Callowfit (Fæst í Fjarðarkaup) sósu á taco vefjuna svo mangó salsa og að lokum fiskinn.
Svo er ekkert annað í stöðunni nema njóta!

Ef þú ert ein/n þeirra fjölmörgu sem átt pítsuofn þá mæli ég með þessum! Þegar þú ert þar að auki með gott súrdeigsdeig og rétt álegg er lítið mál að búa til pítsur sem keppa við þær allra bestu á veitingastöðum. Hér erum við með klassíska samsetningu sem er okkar allra uppáhalds: pepperóní, skinka, ferskur mozzarella
 

„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h
 

