Quesadilla með BBQ kjúkling

Uppskrift í samstarfi við Telmu / FitFood
Hráefni
- 2 bollar rifinn eldaður kjúklingur
- ½ bolli BBQ sósa Callowfit (Fæst í Fjarðarkaup)
- 1 bolli rifinn mozzarella ostur
- ½ bolli nýrnabaunir
- ½ bolli rauðlaukur, þunnt sneiddur
- ⅓ bolli hakkað kóríander, val
Aðferð
- Blandið saman kjúkling, nýrnabaunum og BBQ Callowfit sósu í stóra skál og setjið síðan til hliðar.
- Dreifið litlu magni af BBQ sósu yfir helminginn á Prótein Wrap vefjuna (Fæst í Fjarðarkaup).
- Leggðu síðan handfylli af rifna kjúklingnum ofaná sósuna ásamt osti, rauðlauk og kóríander og lokið vefjunni.
- Hitið pönnu á miðlungs háan hita og spreyjið olíu á hana.
- Leggið vefjuna á pönnuna og hitið í 2-3 mínútur og snúið svo við og hitið aftur í 2 mínútur í viðbót eða þar til hún er stökk.
Svo er ekkert annað í stöðunni nema njóta!