Quesadilla með BBQ kjúkling

Uppskrift í samstarfi við Telmu / FitFood

Hráefni


  • 2 bollar rifinn eldaður kjúklingur
  • ½ bolli BBQ sósa Callowfit (Fæst í Fjarðarkaup)
  • 1 bolli rifinn mozzarella ostur
  • ½ bolli nýrnabaunir
  • ½ bolli rauðlaukur, þunnt sneiddur
  • ⅓ bolli hakkað kóríander, val


Aðferð


  1. Blandið saman kjúkling, nýrnabaunum og BBQ Callowfit sósu í stóra skál og setjið síðan til hliðar.
  2. Dreifið litlu magni af BBQ sósu yfir helminginn á Prótein Wrap vefjuna (Fæst í Fjarðarkaup).
  3. Leggðu síðan handfylli af rifna kjúklingnum ofaná sósuna ásamt osti, rauðlauk og kóríander og lokið vefjunni.
  4. Hitið pönnu á miðlungs háan hita og spreyjið olíu á hana.
  5. Leggið vefjuna á pönnuna og hitið í 2-3 mínútur og snúið svo við og hitið aftur í 2 mínútur í viðbót eða þar til hún er stökk.


Svo er ekkert annað í stöðunni nema njóta!

8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h
7 September 2025
Hvað er betra en gott kósýkvöld heima eftir góða vinnuviku? Þá er dásamlegt að setjast niður með hollari valkost af heimalöguðu poppi, sem inniheldur trefjar, færri kaloríur og andoxunarefni og njóta með góðri samvisku.