Quesadilla með BBQ kjúkling

Uppskrift í samstarfi við Telmu / FitFood

Hráefni


  • 2 bollar rifinn eldaður kjúklingur
  • ½ bolli BBQ sósa Callowfit (Fæst í Fjarðarkaup)
  • 1 bolli rifinn mozzarella ostur
  • ½ bolli nýrnabaunir
  • ½ bolli rauðlaukur, þunnt sneiddur
  • ⅓ bolli hakkað kóríander, val


Aðferð


  1. Blandið saman kjúkling, nýrnabaunum og BBQ Callowfit sósu í stóra skál og setjið síðan til hliðar.
  2. Dreifið litlu magni af BBQ sósu yfir helminginn á Prótein Wrap vefjuna (Fæst í Fjarðarkaup).
  3. Leggðu síðan handfylli af rifna kjúklingnum ofaná sósuna ásamt osti, rauðlauk og kóríander og lokið vefjunni.
  4. Hitið pönnu á miðlungs háan hita og spreyjið olíu á hana.
  5. Leggið vefjuna á pönnuna og hitið í 2-3 mínútur og snúið svo við og hitið aftur í 2 mínútur í viðbót eða þar til hún er stökk.


Svo er ekkert annað í stöðunni nema njóta!

30 April 2025
Góðar kjúklingasamlokur standa alltaf fyrir sínu og þær smellpassa við hin ýmsu tilefni. Hér fær ferskur mozzarella ostur að njóta sín og við leyfum okkur að fullyrða að hér sé komin samsetning sem er með þeim betri.
30 April 2025
Vetur, sumar, vor og haust - það er alltaf rétta árstíðin fyrir gott salat. Mozzarellaperlurnar smellpassa með ljúffengri dressingunni, ferskum jarðarberjum og stökkri parmaskinkunni.