Quesadilla með BBQ kjúkling

Uppskrift í samstarfi við Telmu / FitFood

Hráefni


  • 2 bollar rifinn eldaður kjúklingur
  • ½ bolli BBQ sósa Callowfit (Fæst í Fjarðarkaup)
  • 1 bolli rifinn mozzarella ostur
  • ½ bolli nýrnabaunir
  • ½ bolli rauðlaukur, þunnt sneiddur
  • ⅓ bolli hakkað kóríander, val


Aðferð


  1. Blandið saman kjúkling, nýrnabaunum og BBQ Callowfit sósu í stóra skál og setjið síðan til hliðar.
  2. Dreifið litlu magni af BBQ sósu yfir helminginn á Prótein Wrap vefjuna (Fæst í Fjarðarkaup).
  3. Leggðu síðan handfylli af rifna kjúklingnum ofaná sósuna ásamt osti, rauðlauk og kóríander og lokið vefjunni.
  4. Hitið pönnu á miðlungs háan hita og spreyjið olíu á hana.
  5. Leggið vefjuna á pönnuna og hitið í 2-3 mínútur og snúið svo við og hitið aftur í 2 mínútur í viðbót eða þar til hún er stökk.


Svo er ekkert annað í stöðunni nema njóta!

Jólaglögg kryddblandan ilmar og bragðast eins og jólin sjálf ? ❤️
10 December 2025
Jólaglögg kryddblandan ilmar og bragðast eins og jólin sjálf 🎄 ❤️
4 December 2025
Það er fátt sem toppar góða brauðsneið með hangikjötssalati og þetta er að mínu mati það allra besta. Bragðmikið hangikjöt með silkimjúku majónesi, eggjum og strangheiðarlegum baunum og gulrótum úr dós. Mér finnst mjög gott að bera það fram á þéttu, góðu brauði líkt og dönsku rúgbrauði og þá er það næstum eins og íslen