Burrata á pestóbeði

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og Gersemar

Hér kemur ein dásamleg uppskrift sem ég mæli með að þið prófið að hafa með kvöldmatnum. Svakalega góð blanda og öðruvísi að hafa saman tómata og hindber!


Aðferð


  • 1 x súrdeigs baguette
  • Grænt pestó (140 g)
  • Piccolo tómatar (180 g)
  • Hindber (180 g)
  • 2 x Burrata ostur
  • Balsamik edik
  • 80 g pistasíukjarnar (saxaðir)
  • Fersk basilika
  • Ólífuolía


  1. Skerið baguette brauð í sneiðar, penslið með ólífuolíu og grillið stutta stund á hvorri hlið (eða hitið í ofni).
  2. Skerið tómatana niður, saxið pistasíur og basilíku og leggið til hliðar.
  3. Skiptið pestó niður í tvær grunnar skálar eða diska og smyrjið því aðeins upp á kantana.
  4. Setjið næst tómata og hindber yfir, þá burrata ost sem þið drisslið síðan balsamik ediki, vel af söxuðum pistasíum og smá basilíku.


Þú færð öll hráefni í þessa uppskrift í Fjarðarkaup!

8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h
7 September 2025
Hvað er betra en gott kósýkvöld heima eftir góða vinnuviku? Þá er dásamlegt að setjast niður með hollari valkost af heimalöguðu poppi, sem inniheldur trefjar, færri kaloríur og andoxunarefni og njóta með góðri samvisku.