Burrata á pestóbeði

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og Gersemar
Hér kemur ein dásamleg uppskrift sem ég mæli með að þið prófið að hafa með kvöldmatnum. Svakalega góð blanda og öðruvísi að hafa saman tómata og hindber!
Aðferð
- 1 x súrdeigs baguette
- Grænt pestó (140 g)
- Piccolo tómatar (180 g)
- Hindber (180 g)
- 2 x Burrata ostur
- Balsamik edik
- 80 g pistasíukjarnar (saxaðir)
- Fersk basilika
- Ólífuolía
- Skerið baguette brauð í sneiðar, penslið með ólífuolíu og grillið stutta stund á hvorri hlið (eða hitið í ofni).
- Skerið tómatana niður, saxið pistasíur og basilíku og leggið til hliðar.
- Skiptið pestó niður í tvær grunnar skálar eða diska og smyrjið því aðeins upp á kantana.
- Setjið næst tómata og hindber yfir, þá burrata ost sem þið drisslið síðan balsamik ediki, vel af söxuðum pistasíum og smá basilíku.
Þú færð öll hráefni í þessa uppskrift í Fjarðarkaup!
