Kalt pastasalat

Uppskrift í samstarfi við Gotterí & Gersemar

Haustið er mætt með allri sinni dýrð! Fyrsta haustlægðin kom með hvelli og ég er ekki viss um að ég sé tilbúin að kveðja þetta sumar, hahaha! Haustið er reyndar minn uppáhalds tími á árinu því kertaljós, rútína og haustlitir eru mitt uppáhald. Talandi um rútínu, henni fylgir nesti! Ég veit um engan sem elskar að gera nesti en það er samt mikilvægt að gefa sér tíma í slíkt og reyna að láta hugmyndaflugið njóta sín. Hér kemur  hugmyndir af einföldu nesti sem ég vona að þið getið nýtt ykkur. Hægt að útbúa í miklu magni og eiga fyrir næstu daga!


Hráefni

2-4 skammtar (eftir stærð)


  • 250 g pastaslaufur
  • 4 x sneiðar Ali skinka
  • ½ box Piccolo tómatar (um 100g)
  • ¼ agúrka
  • 30 g rifinn cheddar ostur
  • 70 g tilbúin Caesar salatdressing
  • Salt og pipar eftir smekk


Aðferð

  1. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka, kælið síðan strax og leyfið öllu vatni að leka vel af áður en þið setjið annað saman við.
  2. Skerið skinku, tómata og agúrku niður í hæfilega stóra bita og blandið síðan öllu saman með sleikju í skál og kælið í vel lokuðu boxi þess á milli sem þið njótið.


Svo er ekkert annað í stöðunni nema njóta!

30 April 2025
Góðar kjúklingasamlokur standa alltaf fyrir sínu og þær smellpassa við hin ýmsu tilefni. Hér fær ferskur mozzarella ostur að njóta sín og við leyfum okkur að fullyrða að hér sé komin samsetning sem er með þeim betri.
30 April 2025
Vetur, sumar, vor og haust - það er alltaf rétta árstíðin fyrir gott salat. Mozzarellaperlurnar smellpassa með ljúffengri dressingunni, ferskum jarðarberjum og stökkri parmaskinkunni.