Rjómaostavefjur

Uppskrift í samstarfi við Gotterí & Gersemar
Haustið er mætt með allri sinni dýrð! Fyrsta haustlægðin kom með hvelli og ég er ekki viss um að ég sé tilbúin að kveðja þetta sumar, hahaha! Haustið er reyndar minn uppáhalds tími á árinu því kertaljós, rútína og haustlitir eru mitt uppáhald. Talandi um rútínu, henni fylgir nesti! Ég veit um engan sem elskar að gera nesti en það er samt mikilvægt að gefa sér tíma í slíkt og reyna að láta hugmyndaflugið njóta sín. Hér kemur hugmyndir af einföldu nesti sem ég vona að þið getið nýtt ykkur. Hægt að útbúa í miklu magni og eiga fyrir næstu daga!
Hráefni
12 litlir bitar
- 2 stórar tortilla kökur
- 4 x Ali beikonsneiðar
- Um ½ pakki Ali silkiskorin hunangsskinka
- 100 g rjómaostur að eigin vali (hér notaði ég með graslauk)
- 30 g cheddar ostur rifinn
Aðferð
- Eldið beikonið þar til það er stökkt, setjið á pappír til að fitan leki af og saxið síðan smátt niður.
- Hrærið beikonkurli saman við rjómaost og rifinn cheddar ost, smyrjið síðan þunnu lagi á vefjurnar.
- Setjið vel af silkiskorinni hunangsskinku yfir, rúllið vefjunum þétt upp og skerið hvora vefju í 6 bita.
Svo er ekkert annað í stöðunni nema njóta!
