Trefjaríkir og mettandi orkuboltar

Þessir orkuboltar eru hollir, metttandi, mátulega sætir og trefjaríkir í senn


Uppskrift


Hráefni


  • 1 ½ dl haframjöl (ekki tröllahafrar)
  •  1 dl So Vegan So Fine kókóssmyrja
  •  ½ dl agavesíróp
  •  1 tsk vanilludropar
  •  1 dl möndlumjöl
  •  1 ½ dl kókoksmjöl og smá meira svo til að velta upp úr
  • klípa af salti


Leiðbeiningar


  1. Byrja á því að setja haframjöl í matvinnsluvél eða blandara og mala það smátt.
  2. Næst er restin af innihaldsefnum sett saman við haframjölið í blandaranum eða matvinnsluvélinni.
  3. Hafið í gangi þar til allt er vel blandað saman og klístrast saman, forðist samt að hafa allt of lengi í gangi þá verður þetta að olíu.
  4. Takið nú maukið úr vélinni og formið 18 kúlur c.a á stærð við litla skopparabolta.
  5. Veltið að lokum upp úr kókósmjöli og kælið áður en borið er fram.
  6. Gott er að eiga þessa bolta/kúlur í frystir og taka svo út einn og einn út og láta standa í eins og 5 mínútur á borði.


Uppskrift fengin frá Gerum Daginn Girnilegan / Uppskrift frá Maríu á Paz.is


8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h
7 September 2025
Hvað er betra en gott kósýkvöld heima eftir góða vinnuviku? Þá er dásamlegt að setjast niður með hollari valkost af heimalöguðu poppi, sem inniheldur trefjar, færri kaloríur og andoxunarefni og njóta með góðri samvisku.