Trefjaríkir og mettandi orkuboltar

Þessir orkuboltar eru hollir, metttandi, mátulega sætir og trefjaríkir í senn
Uppskrift
Hráefni
- 1 ½ dl haframjöl (ekki tröllahafrar)
- 1 dl So Vegan So Fine kókóssmyrja
- ½ dl agavesíróp
- 1 tsk vanilludropar
- 1 dl möndlumjöl
- 1 ½ dl kókoksmjöl og smá meira svo til að velta upp úr
- klípa af salti
Leiðbeiningar
- Byrja á því að setja haframjöl í matvinnsluvél eða blandara og mala það smátt.
- Næst er restin af innihaldsefnum sett saman við haframjölið í blandaranum eða matvinnsluvélinni.
- Hafið í gangi þar til allt er vel blandað saman og klístrast saman, forðist samt að hafa allt of lengi í gangi þá verður þetta að olíu.
- Takið nú maukið úr vélinni og formið 18 kúlur c.a á stærð við litla skopparabolta.
- Veltið að lokum upp úr kókósmjöli og kælið áður en borið er fram.
- Gott er að eiga þessa bolta/kúlur í frystir og taka svo út einn og einn út og láta standa í eins og 5 mínútur á borði.
Uppskrift fengin frá Gerum Daginn Girnilegan / Uppskrift frá Maríu á Paz.is