Trefjaríkir og mettandi orkuboltar

Þessir orkuboltar eru hollir, metttandi, mátulega sætir og trefjaríkir í senn


Uppskrift


Hráefni


  • 1 ½ dl haframjöl (ekki tröllahafrar)
  •  1 dl So Vegan So Fine kókóssmyrja
  •  ½ dl agavesíróp
  •  1 tsk vanilludropar
  •  1 dl möndlumjöl
  •  1 ½ dl kókoksmjöl og smá meira svo til að velta upp úr
  • klípa af salti


Leiðbeiningar


  1. Byrja á því að setja haframjöl í matvinnsluvél eða blandara og mala það smátt.
  2. Næst er restin af innihaldsefnum sett saman við haframjölið í blandaranum eða matvinnsluvélinni.
  3. Hafið í gangi þar til allt er vel blandað saman og klístrast saman, forðist samt að hafa allt of lengi í gangi þá verður þetta að olíu.
  4. Takið nú maukið úr vélinni og formið 18 kúlur c.a á stærð við litla skopparabolta.
  5. Veltið að lokum upp úr kókósmjöli og kælið áður en borið er fram.
  6. Gott er að eiga þessa bolta/kúlur í frystir og taka svo út einn og einn út og láta standa í eins og 5 mínútur á borði.


Uppskrift fengin frá Gerum Daginn Girnilegan / Uppskrift frá Maríu á Paz.is


Jólaglögg kryddblandan ilmar og bragðast eins og jólin sjálf ? ❤️
10 December 2025
Jólaglögg kryddblandan ilmar og bragðast eins og jólin sjálf 🎄 ❤️
4 December 2025
Það er fátt sem toppar góða brauðsneið með hangikjötssalati og þetta er að mínu mati það allra besta. Bragðmikið hangikjöt með silkimjúku majónesi, eggjum og strangheiðarlegum baunum og gulrótum úr dós. Mér finnst mjög gott að bera það fram á þéttu, góðu brauði líkt og dönsku rúgbrauði og þá er það næstum eins og íslen