Grillað Nauta Rib-Eye

ALVÖRU NAUTASTEIK

250-300 gr. Nauta Rib-Eye steikur - sérvaldar


Leiðbeiningar


  1. Mikilvægt er að kjötið sé látið standa nógu lengi úti að það nái stofuhita í kjarna.
  2. Grillið er hitað mjög vel, kjötið kryddað með sérvöldum Kjöthúss marineringum og svo grillað í 1-2 mín á hvorri hlið á sem mestum hita á vel heitu grillinu.
  3. Þá er steikin færð yfir á þann hluta grillsins sem er ekki undir eldi og grillað í 3-6 mín. eftir því hve mikið viðkomandi vill hafa steikina eldaða.
  4. Kjötið er síðan tekið af grillinu og látið standa á fati í 3-5 mín og látið jafna sig áður en það er borið fram.


Uppskrift fengin frá Kjöthúsinu

30 April 2025
Góðar kjúklingasamlokur standa alltaf fyrir sínu og þær smellpassa við hin ýmsu tilefni. Hér fær ferskur mozzarella ostur að njóta sín og við leyfum okkur að fullyrða að hér sé komin samsetning sem er með þeim betri.
30 April 2025
Vetur, sumar, vor og haust - það er alltaf rétta árstíðin fyrir gott salat. Mozzarellaperlurnar smellpassa með ljúffengri dressingunni, ferskum jarðarberjum og stökkri parmaskinkunni.