Bjórmarineruð svínalund á grillið

Ef svínalundin er elduð rétt verður hún mjúk og safarík, toppuð með Caj P grillolíu verður hún síðan fullkomin!

Uppskrift


Hráefni


  • 1 kg svínalund
  •  2 msk salt
  •  1 stk Stella Artois bjór
  •  Steikarkrydd
  •  Caj P Hickory grillolía


Grænmetisspjót


  •  2 stk Ferskur maís skorinn niður
  •  1 stk Rauðlaukur
  •  1 stk Rauð papríka
  •  10 stk sveppir


Köld sósa


  •  150 g majónes
  •  150 g sýrður rjómi
  •  2 stk hvítlauksrif
  •  salt og pipar eftir smekk
  • TABASCO® sósa eftir smekk


Leiðbeiningar


  1. Sinuhreinsið svínalundina og þerrið hana vel.
  2. Saltið og nuddið saltinu vel inn í vöðvann.
  3. Setjið í eldfast mót/annað ílát og hellið bjórnum yfir svo hann þeki lundirnar.
  4. Plastið vel og leyfið að marinerast yfir nótt helst (nokkrar klukkustundir duga samt til).
  5. Takið lundirnar úr bjórleginum og þerrið að nýju.
  6. Kryddið með góðu steikarkryddi og setjið á vel heitt grill.
  7. Penslið nokkrum sinnum með Caj P grillolíu á meðan kjötið eldast. Takið af grillinu þegar kjarnhiti er 65° og leyfið kjötinu að standa í að minnsta kosti 15 mínútur áður en þið skerið það niður.
  8. Berið fram með bökuðum kartöflum, grænmetisspjótum (sjá uppskrift hér að neðan) og kaldri sósu (sjá uppskrift hér að neðan).


Grænmetisspjót


  1. Skerið grænmetið niður og raðið á grillspjót.
  2. Penslið með Caj P og grillið á meðalháum hita í um 15 mínútur, snúið reglulega.


Köld sósa


  1. Pískið allt saman og geymið í kæli fram að notkun



Uppskrift fengin frá Gerum Daginn Girnilegan / Uppskrift eftir Berglindi á gotteri.is


8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h
7 September 2025
Hvað er betra en gott kósýkvöld heima eftir góða vinnuviku? Þá er dásamlegt að setjast niður með hollari valkost af heimalöguðu poppi, sem inniheldur trefjar, færri kaloríur og andoxunarefni og njóta með góðri samvisku.