Bjórmarineruð svínalund á grillið

Ef svínalundin er elduð rétt verður hún mjúk og safarík, toppuð með Caj P grillolíu verður hún síðan fullkomin!
Uppskrift
Hráefni
- 1 kg svínalund
- 2 msk salt
- 1 stk Stella Artois bjór
- Steikarkrydd
- Caj P Hickory grillolía
Grænmetisspjót
- 2 stk Ferskur maís skorinn niður
- 1 stk Rauðlaukur
- 1 stk Rauð papríka
- 10 stk sveppir
Köld sósa
- 150 g majónes
- 150 g sýrður rjómi
- 2 stk hvítlauksrif
- salt og pipar eftir smekk
- TABASCO® sósa eftir smekk
Leiðbeiningar
- Sinuhreinsið svínalundina og þerrið hana vel.
- Saltið og nuddið saltinu vel inn í vöðvann.
- Setjið í eldfast mót/annað ílát og hellið bjórnum yfir svo hann þeki lundirnar.
- Plastið vel og leyfið að marinerast yfir nótt helst (nokkrar klukkustundir duga samt til).
- Takið lundirnar úr bjórleginum og þerrið að nýju.
- Kryddið með góðu steikarkryddi og setjið á vel heitt grill.
- Penslið nokkrum sinnum með Caj P grillolíu á meðan kjötið eldast. Takið af grillinu þegar kjarnhiti er 65° og leyfið kjötinu að standa í að minnsta kosti 15 mínútur áður en þið skerið það niður.
- Berið fram með bökuðum kartöflum, grænmetisspjótum (sjá uppskrift hér að neðan) og kaldri sósu (sjá uppskrift hér að neðan).
Grænmetisspjót
- Skerið grænmetið niður og raðið á grillspjót.
- Penslið með Caj P og grillið á meðalháum hita í um 15 mínútur, snúið reglulega.
Köld sósa
- Pískið allt saman og geymið í kæli fram að notkun
Uppskrift fengin frá Gerum Daginn Girnilegan / Uppskrift eftir Berglindi á gotteri.is