Bakaður hafragrautur

"Bakaður hafragrautur er að gera allt vitlaust á samfélagsmiðlum þessa dagana og auðvitað varð ég að prófa eins og allir hinir. Þessi uppskrift er einföld og góð sem smá vanillufíling en það er hægt að leika sér með endalausar útfærslur em ég á eflaust eftir að deila með ykkur!" - Anna Eiríksdóttir



Fyrir: 1 

Undirbúningur: 5 mínútur


  • 1 banani
  • 1 egg
  • 1 dl haframjöl
  • 1/2 dl möndlumjólk
  • 1/4 tsk vínsteinslyftiduft
  • (Vanilluprótein ef vill)
  • Smá Akasíu hunang og ber á toppinn


Aðferð:


Stappið bananann vel og hrærið egginu saman við. Bætið haframjölinu og lyftiduftinu við og hrærið möndlumjólkinni svo varlega saman við. Setjið í litla eldfasta skál og bakið í ofni við 175° í u.þ.b 10-12 mínútur.

Toppið með smá akasíu hunangi ef vill og berjum og njótið vel.

Jólaglögg kryddblandan ilmar og bragðast eins og jólin sjálf ? ❤️
10 December 2025
Jólaglögg kryddblandan ilmar og bragðast eins og jólin sjálf 🎄 ❤️
4 December 2025
Það er fátt sem toppar góða brauðsneið með hangikjötssalati og þetta er að mínu mati það allra besta. Bragðmikið hangikjöt með silkimjúku majónesi, eggjum og strangheiðarlegum baunum og gulrótum úr dós. Mér finnst mjög gott að bera það fram á þéttu, góðu brauði líkt og dönsku rúgbrauði og þá er það næstum eins og íslen