Bakaður hafragrautur

"Bakaður hafragrautur er að gera allt vitlaust á samfélagsmiðlum þessa dagana og auðvitað varð ég að prófa eins og allir hinir. Þessi uppskrift er einföld og góð sem smá vanillufíling en það er hægt að leika sér með endalausar útfærslur em ég á eflaust eftir að deila með ykkur!" - Anna Eiríksdóttir



Fyrir: 1 

Undirbúningur: 5 mínútur


  • 1 banani
  • 1 egg
  • 1 dl haframjöl
  • 1/2 dl möndlumjólk
  • 1/4 tsk vínsteinslyftiduft
  • (Vanilluprótein ef vill)
  • Smá Akasíu hunang og ber á toppinn


Aðferð:


Stappið bananann vel og hrærið egginu saman við. Bætið haframjölinu og lyftiduftinu við og hrærið möndlumjólkinni svo varlega saman við. Setjið í litla eldfasta skál og bakið í ofni við 175° í u.þ.b 10-12 mínútur.

Toppið með smá akasíu hunangi ef vill og berjum og njótið vel.

30 April 2025
Góðar kjúklingasamlokur standa alltaf fyrir sínu og þær smellpassa við hin ýmsu tilefni. Hér fær ferskur mozzarella ostur að njóta sín og við leyfum okkur að fullyrða að hér sé komin samsetning sem er með þeim betri.
30 April 2025
Vetur, sumar, vor og haust - það er alltaf rétta árstíðin fyrir gott salat. Mozzarellaperlurnar smellpassa með ljúffengri dressingunni, ferskum jarðarberjum og stökkri parmaskinkunni.