Bakaður hafragrautur

"Bakaður hafragrautur er að gera allt vitlaust á samfélagsmiðlum þessa dagana og auðvitað varð ég að prófa eins og allir hinir. Þessi uppskrift er einföld og góð sem smá vanillufíling en það er hægt að leika sér með endalausar útfærslur em ég á eflaust eftir að deila með ykkur!" - Anna Eiríksdóttir



Fyrir: 1 

Undirbúningur: 5 mínútur


  • 1 banani
  • 1 egg
  • 1 dl haframjöl
  • 1/2 dl möndlumjólk
  • 1/4 tsk vínsteinslyftiduft
  • (Vanilluprótein ef vill)
  • Smá Akasíu hunang og ber á toppinn


Aðferð:


Stappið bananann vel og hrærið egginu saman við. Bætið haframjölinu og lyftiduftinu við og hrærið möndlumjólkinni svo varlega saman við. Setjið í litla eldfasta skál og bakið í ofni við 175° í u.þ.b 10-12 mínútur.

Toppið með smá akasíu hunangi ef vill og berjum og njótið vel.

by Ingibjörg Sveinsdóttir 22 January 2026
Þessi kaka er súper einföld og tekur enga stund að útbúa, það eina sem þarf er matvinnsluvél eða góður blandari. Sniðugt er að eiga þessa köku inn í frysti til að gæða sér á þegar sætindaþörfin hellist yfir!
by Ingibjörg Sveinsdóttir 19 January 2026
Hér er á ferðinni uppskrift að dásamlegum kókosstöngum sem tilvalið er að eiga í frystinum og grípa sér bita þegar sykurlöngunin hellist yfir.