Bláberjaskál

"Við fáum aldrei leið á því að gera góða skál. Þessi skál inniheldur þykkan bláberjaþeyting og svo er hægt að setja í rauninni hvaða ber sem er á toppinn, granóla, múslí, banana eða bara það sem þig langar í þá stundina. Við settum granóla og fersk ber ofan á okkar að þessu sinni!" - Anna Eiríksdóttir


Fyrir: 2

Undirbúningur: 5 mínútur


Innihald:

  • 1 bolli rísmjólk með vanillu eða möndlumjólk frá Isola
  • 1 bolli frosin jarðaber
  • 1 bolli frosin bláber
  • 1 lítil dós grísk jógúrt með vanillu eða vanilluskyr
  • 1 banani

 

Aðferð:

Allt sett í blandara og hrært vel saman, svo toppað t.d. með góðu heimatilbúnu granóla og ferskum berjum, verði ykkur að góðu!



Jólaglögg kryddblandan ilmar og bragðast eins og jólin sjálf ? ❤️
10 December 2025
Jólaglögg kryddblandan ilmar og bragðast eins og jólin sjálf 🎄 ❤️
4 December 2025
Það er fátt sem toppar góða brauðsneið með hangikjötssalati og þetta er að mínu mati það allra besta. Bragðmikið hangikjöt með silkimjúku majónesi, eggjum og strangheiðarlegum baunum og gulrótum úr dós. Mér finnst mjög gott að bera það fram á þéttu, góðu brauði líkt og dönsku rúgbrauði og þá er það næstum eins og íslen