Bláberjaskál

"Við fáum aldrei leið á því að gera góða skál. Þessi skál inniheldur þykkan bláberjaþeyting og svo er hægt að setja í rauninni hvaða ber sem er á toppinn, granóla, múslí, banana eða bara það sem þig langar í þá stundina. Við settum granóla og fersk ber ofan á okkar að þessu sinni!" - Anna Eiríksdóttir


Fyrir: 2

Undirbúningur: 5 mínútur


Innihald:

  • 1 bolli rísmjólk með vanillu eða möndlumjólk frá Isola
  • 1 bolli frosin jarðaber
  • 1 bolli frosin bláber
  • 1 lítil dós grísk jógúrt með vanillu eða vanilluskyr
  • 1 banani

 

Aðferð:

Allt sett í blandara og hrært vel saman, svo toppað t.d. með góðu heimatilbúnu granóla og ferskum berjum, verði ykkur að góðu!



30 April 2025
Góðar kjúklingasamlokur standa alltaf fyrir sínu og þær smellpassa við hin ýmsu tilefni. Hér fær ferskur mozzarella ostur að njóta sín og við leyfum okkur að fullyrða að hér sé komin samsetning sem er með þeim betri.
30 April 2025
Vetur, sumar, vor og haust - það er alltaf rétta árstíðin fyrir gott salat. Mozzarellaperlurnar smellpassa með ljúffengri dressingunni, ferskum jarðarberjum og stökkri parmaskinkunni.