Bláberjaskál

"Við fáum aldrei leið á því að gera góða skál. Þessi skál inniheldur þykkan bláberjaþeyting og svo er hægt að setja í rauninni hvaða ber sem er á toppinn, granóla, múslí, banana eða bara það sem þig langar í þá stundina. Við settum granóla og fersk ber ofan á okkar að þessu sinni!" - Anna Eiríksdóttir


Fyrir: 2

Undirbúningur: 5 mínútur


Innihald:

  • 1 bolli rísmjólk með vanillu eða möndlumjólk frá Isola
  • 1 bolli frosin jarðaber
  • 1 bolli frosin bláber
  • 1 lítil dós grísk jógúrt með vanillu eða vanilluskyr
  • 1 banani

 

Aðferð:

Allt sett í blandara og hrært vel saman, svo toppað t.d. með góðu heimatilbúnu granóla og ferskum berjum, verði ykkur að góðu!



13 October 2025
Ef þú ert ein/n þeirra fjölmörgu sem átt pítsuofn þá mæli ég með þessum! Þegar þú ert þar að auki með gott súrdeigsdeig og rétt álegg er lítið mál að búa til pítsur sem keppa við þær allra bestu á veitingastöðum. Hér erum við með klassíska samsetningu sem er okkar allra uppáhalds: pepperóní, skinka, ferskur mozzarella
8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h