Lárperusalat

"Þetta salat er frábært sem millimál en gott er að setja það ofan á hrökkbrauð, súrdeigsbrauð eða gæða sér á því eitt og sér. Það tekur stutta stund að búa það til og það geymist í lokuðu íláti í ísskápnum í 1-2 daga ef það klárast ekki strax sem það gerist venjulega hjá mér." - Anna Eiríksdóttir


Fyrir: 1-2

Undirbúningur: 15 mínútur


Innihald:

  • 1 lítil dós kotasæla
  • 1 lárpera
  • 2 harðsoðin egg
  • Salt og pipar

 

Aðferð:

Harðsjóðið eggin og kælið. Setjið kotasæluna í skál og skerið lárperuna í litla bita sem þið setjið út í. Brytjið eggin niður og bætið þeim einnig út í og hrærið saman við. Kryddið að vild með salti og pipar og njótið vel!

8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h
7 September 2025
Hvað er betra en gott kósýkvöld heima eftir góða vinnuviku? Þá er dásamlegt að setjast niður með hollari valkost af heimalöguðu poppi, sem inniheldur trefjar, færri kaloríur og andoxunarefni og njóta með góðri samvisku.