Lárperusalat

"Þetta salat er frábært sem millimál en gott er að setja það ofan á hrökkbrauð, súrdeigsbrauð eða gæða sér á því eitt og sér. Það tekur stutta stund að búa það til og það geymist í lokuðu íláti í ísskápnum í 1-2 daga ef það klárast ekki strax sem það gerist venjulega hjá mér." - Anna Eiríksdóttir


Fyrir: 1-2

Undirbúningur: 15 mínútur


Innihald:

  • 1 lítil dós kotasæla
  • 1 lárpera
  • 2 harðsoðin egg
  • Salt og pipar

 

Aðferð:

Harðsjóðið eggin og kælið. Setjið kotasæluna í skál og skerið lárperuna í litla bita sem þið setjið út í. Brytjið eggin niður og bætið þeim einnig út í og hrærið saman við. Kryddið að vild með salti og pipar og njótið vel!

30 April 2025
Góðar kjúklingasamlokur standa alltaf fyrir sínu og þær smellpassa við hin ýmsu tilefni. Hér fær ferskur mozzarella ostur að njóta sín og við leyfum okkur að fullyrða að hér sé komin samsetning sem er með þeim betri.
30 April 2025
Vetur, sumar, vor og haust - það er alltaf rétta árstíðin fyrir gott salat. Mozzarellaperlurnar smellpassa með ljúffengri dressingunni, ferskum jarðarberjum og stökkri parmaskinkunni.