Silkimjúkur kakó kollagen drykkur

„Þessi smoot­hie er al­veg ein­stak­lega bragðgóður og full­ur af of­ur­fæðu sem nær­ir húð og hár,“ seg­ir Linda Ben um nýja upp­á­halds drykk­inn sinn en það heit­asta heitt er að blanda kolla­geni út í nán­ast hvað sem er. Kolla­gen drykk­ir hafa átt mikl­um vin­sæld­um að fagna og fremst­ur þar í flokki er sjálfsagt Collab sem inni­held­ur bæði koff­ín og kolla­gen auk þess að inni­halda ís­lenkst vatn.


Drykkurinn sem styrkir bæði húð og hár


  • 2 dl frosið mangó
  • 1 lítill banani
  • 1 msk. hnetusmjör
  • 1 msk. hampfræ
  • 1 msk. graskersfræ
  • 1 msk. kakó
  • 2 msk Feel Iceland Kollagen
  • 350 ml haframjólk


Setjið öll innihaldsefninsaman í blandara þar til verður að drykk.


30 April 2025
Góðar kjúklingasamlokur standa alltaf fyrir sínu og þær smellpassa við hin ýmsu tilefni. Hér fær ferskur mozzarella ostur að njóta sín og við leyfum okkur að fullyrða að hér sé komin samsetning sem er með þeim betri.
30 April 2025
Vetur, sumar, vor og haust - það er alltaf rétta árstíðin fyrir gott salat. Mozzarellaperlurnar smellpassa með ljúffengri dressingunni, ferskum jarðarberjum og stökkri parmaskinkunni.