Tígrisrækjuspjót með mangósalsa


Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar

Þegar við bjuggum í Seattle byrjuðum við að grilla risarækjur fyrir alvöru og ég hef elskað þær síðan.


QFC verslunarkeðjan var í sömu götu og húsið okkar og þangað rölti ég iðulega, keypti „two pounds“ af risarækju sem ég rölti svo með heim og lagði í einhvern gómsætan kryddlög áður en þær voru grillaðar.


Tígrisrækjuspjót

Forréttur fyrir um 4 manns


  • Um 700 g stór tígrisrækja frá Sælkerafiski (2 pakkar)
  • 200 ml Caj P grillolía með hvítlauk


  1. Affrystið rækjurnar, skolið og þerrið.
  2. Hrærið þeim saman við grillolíu í skál, plastið og geymið í kæli í að minnsta kosti 2 klukkustundir.
  3. Raðið rækjunum upp á grillspjót og grillið við háan hita í um 3 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær verða bleikar á litinn, þá eru þær tilbúnar. Gott er að spreyja grillið fyrst með PAM matarolíuspreyi til að rækjurnar festist síður við.


Mangósalsa

  • 1 stórt mangó
  • ½ rauðlaukur
  • 1 stórt avókadó
  • 100 g Driscolls jarðarber
  • 3 msk. saxað kóríander
  • ½ lime (safinn)
  • Salt og pipar


  1. Skerið mangó, rauðlauk, avókadó og jarðarber smátt niður og setjið í skál ásamt kóríander.
  2. 2. Kreistið lime safa yfir allt og kryddið eftir smekk með smá salti og pipar.
  3. Blandið varlega saman með sleif og kælið fram að notkun.


Lime Dressing

  • 150 g sýrður rjómi
  • 150 g Heinz majónes
  • 1 msk. saxað kóríander
  • 1 tsk. Habanero Tabasco
  • ½ lime (safinn)
  • Salt og pipar eftir smekk


  1. Pískið saman allt hráefni og geymið í kæli fram að notkun.


30 July 2025
Grænmetið skorið niður í hæfilega stóra bita og raðað á spjótin, öllum innihaldsefnunum í marineringunni blandað saman og penslað á spjótin.
BBQ kjúklingaborgari
25 June 2025
Klassískur réttur sem ég hef gert í mörg ár. Tekur enga stund að útbúa, er svo ljúffengur og allir í fjölskyldunni elska hann. Það er einnig mjög gott að grilla kjúklinginn en annars er afar fljótlegt að elda hann í ofninum.