Snúðar með glassúr


Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar

Það er fátt betra en nýbakaðir snúðar! Hér koma undurljúffengir og dúnmjúkir kanilsnúðar með glassúr sem slógu heldur betur í gegn hér heima og hjá nágrönnunum!


Það styttist í páskana svo ég lék mér aðeins með gula litinn og súkkulaði páskaegg til að skreyta snúðana með en auðvitað má hafa þá hvernig sem er á litinn eða gera tvöfalda uppskrift af þeim glassúr sem ykkur þykir bestur.


Snúðadeig

Um 18-20 stykki


  • 750 g hveiti
  • 70 g sykur (+ 1 msk með gerinu)
  • ½ tsk. salt
  • 250 ml nýmjólk
  • 250 ml vatn
  • 1 poki þurrger (um12 g)
  • 80 g smjör (brætt)
  • 1 tsk. kardimommudropar
  • Matarolía


  1. Hrærið hveiti, sykri og salti saman í skál og leggið til hliðar.
  2. Hitið mjólk og vatn saman þar til það velgist, hrærið þá 1 msk. af sykri og þurrgerinu saman við og leyfið að standa í um 5 mínútur.
  3. Blandið næst öllu saman, þurrefnum, gerblöndu, smjöri og kardimommum og hrærið með króknum í nokkrar mínútur.
  4. Penslið stóra skál að innan með matarolíu og veltið deigkúlunni upp úr henni, plastið síðan skálina og leyfið að hefast við stofuhita í 40 mínútur.
  5. Stráið hveiti á borðið og ýtið deiginu varlega til hliðanna með fingrunum þar til það myndar ferhyrning sem er um 40 x 60 cm.
  6. Penslið með smá bræddu smjöri og setjið fyllinguna á deigið (sjá hráefni hér fyrir neðan)
  7. Rúllið lauslega upp og skerið niður í um 3 cm þykka snúða.
  8. Raðið snúðunum á ofnplötur með gott bil á milli og setjið inn í 50°heitan ofn í 30 mínútur til hefunar. Gott er að setja um 100 ml af vatni í botninn á ofninum til að halda raka í honum á meðan á hefun stendur.
  9. Takið snúðana síðan út og hækkið hitann í 200°C á ofninum og bakið þá í 12-14 mínútur eða þar til þeir gyllast vel á köntunum.
  10. Leyfið að kólna áður en þið setjið glassúr ofan á og síðan er fallegt að skreyta með karamellukurli og/eða söxðuðum súkkulaðieggjum.


Fylling í snúða

  • 40 g brætt smjör
  • 80 g sykur
  • 80 g púðursykur
  • 1 ½ msk kanill


  1. Penslið deigið með bræddu smjörinu.
  2. Hrærið saman báðum tegundum af sykri og kanil, dreyfið jafnt yfir degið.


Súkkulaðiglassúr

  • 250 g flórsykur
  • 80 g brætt smjör
  • 2 msk. bökunarkakó
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 3 msk. heitt vatn


  1. Pískið allt saman í skál þar til kekkjalaust.
  2. Bætið flórsykri við ef þið viljið þykkari glassúr og smá heitu vatni ef það þarf að þynna betur.


Glassúr

  • 250 g flórsykur
  • 3-4 msk. nýmjólk
  • Matarlitur


  1. Pískið allt saman í skál þar til kekkjalaust.
  2. Bætið flórsykri við ef þið viljið þykkari glassúr og smá rjóma ef það þarf að þynna betur.


30 July 2025
Grænmetið skorið niður í hæfilega stóra bita og raðað á spjótin, öllum innihaldsefnunum í marineringunni blandað saman og penslað á spjótin.
BBQ kjúklingaborgari
25 June 2025
Klassískur réttur sem ég hef gert í mörg ár. Tekur enga stund að útbúa, er svo ljúffengur og allir í fjölskyldunni elska hann. Það er einnig mjög gott að grilla kjúklinginn en annars er afar fljótlegt að elda hann í ofninum.