Sumarleg vanilluterta með möndlukremi

og jarðarberjum

Uppskrift: Gerum daginn girnilegan


Þessi vanilluterta er sannkallaður sumardraumur – svo mjúk með djúpu vanillubragði og dásamlegu silkimjúku möndlukremi. Þessi kaka hentar vel í veislur, afmæli eða bara þegar þið viljið fagna sumrinu með einhverju ljúffengu – hér er sumar í hverjum bita, ég lofa!

Innihald:  Terta


  • 2,50 bollar hveiti
  • 0,50 bolli maízena mjöl
  • 1,50 bollar sykur
  • 0,50 bolli rapadura hrásykur frá Rapunzel
  • 3 tsk lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • 1,50 tsk salt
  • 0,50 tsk vanilluduft frá Rapunzel
  • 1,50 bollar súrmjólk
  • 3 stk egg
  • 1 bolli jurtaolía
  • 3 tsk vanilludropar
  • 0,50 bolli heitt vatn


Innihald:  Möndlukrem


  • 120 g vegan smjör eða smjörlíki
  • 120 g mjúkt smjör
  • 2 bollar flórsykur
  • 50 g Möndlu-núggat smyrja frá Rapunzel
  • 0,25 tsk möndludropar
  • 1 tsk vanilludropar
  • 250 g jarðarber + auka til skrauts
  • Aðrar tegundir af berjum að auki ef vill


Aðferð


  1. Hitið ofninn í 175° blástur og smyrjið þrjú 23 cm kökuform.
  2. Setjið þurrefni í skál og hrærið í með písk. Hellið súrmjólk, eggjum, olíu og vanilludropum saman við og hrærið í með písk. Bætið við heitu vatninu og hrærið saman. 
  3. Skiptið deiginu á milli formanna og bakið í 30 mín eða þar til prjóni sem stungið er í miðjuna á botnunum kemur hreinn upp.


Kremið


  1. Á meðan botnarnir kólna er gott að huga að kreminu. Þeytið saman smjör og vegan smjör þar til. Einnig er hægt að nota einungis aðra hvora tegundina ef þið kjósið. Setjið möndlu-núggat smyrjuna saman við og þeytið áfram eða þar til blandan er orðin mjög létt í sér.
  2. Setjið flórsykurinn og dropana saman við og þeytið í alveg 5-7 mín. Eða þar til kremið er orðið létt og ljóst.


Samsetning


  1. Saxið jarðarberin og setjið til hliðar. Setjið einn botn á kökudisk og smyrjið með kremi. Setjið söxuð jarðarber ofan á kremið og leggið annan botn ofan á. Endurtakið.
8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h
7 September 2025
Hvað er betra en gott kósýkvöld heima eftir góða vinnuviku? Þá er dásamlegt að setjast niður með hollari valkost af heimalöguðu poppi, sem inniheldur trefjar, færri kaloríur og andoxunarefni og njóta með góðri samvisku.