Litríkt ostborgarasalat með heimagerðri hamborgarasósu

Uppskrift: Gerum daginn girnilegan
Hvað ef það væri hægt að fá bragðið af djúsí ostborgara en samt væri það salat? Jú, það er bara hægt og ekki nóg með það, það er fáránlega auðvelt að útbúa það og mjög fljótlegt. Sósan er ekta smassborgara sósa og er í raun það sem gerir salatið svona ótrúlega gott. Hakkið er auðvitað hægt að krydda eftir smekk en þetta er mín uppáhalds kryddblanda með þessu salati. Svo er líka hægt að skipta út grænmetinu eftir smekk en þessi samsetning er sú sem ég set á alvöru ameríska grillborgara þegar ég er í þeim gírnum. Þetta verðið þið bara að prófa!
Innihald: Hamborgarasósan
- 130 g Heinz létt majónes
- 2 msk Heinz tómatsósa
- 1 msk Heinz gult sinnep
- 56 stk sýrðar dill gúrkur, saxaðar smátt + 1 tsk. af vökvanum
- 1 msk laukur, smátt saxaður
- 1 tsk reykt paprikuduft
- 1 tsk hvítlauksduft
- ½ tsk sjávarsalt
- Nýmalaður svartur pipar eftir smekk
Innihald: Salat
- 400 g nautahakk
- Salt & pipar
- 1 tsk hvítlauksduft
- ½ tsk laukduft
- 1 tsk paprikuduft
- Iceberg salat
- Tómatar
- Rauðlaukur
- Sýrðar dill gúrkur í sneiðum
- Rifinn cheddar ostur
Aðferð
- Byrjið á því að útbúa sósuna. Saxið sýrðu gúrkusneiðarnar og laukinn mjög smátt. Blandið öllum innihaldsefnunum saman í skál og geymið í kæli á meðan salatið er útbúið.
- Skerið grænmetið og setjið til hliðar. Magnið fer algerlega eftir smekk.
- Hitið steikarpönnu og setjið hakkið á hana þurra, það er óþarfi að setja olíu á hana þar sem fitan í hakkinu nægir.
- Kryddið hakkið og steikið þar til það er gegnum steikt.
- Raðið grænmeti og hakki á diska eða skálar, stráið cheddar osti yfir og njótið með heimagerðu hamborgarasósunni!
