Beyglur með grillosti

Uppskrift: Gottímatinn


Þessi réttur er fullkominn í helgarbrunchinn eða einfaldlega þegar þig langar í eitthvað einfalt og gott. Nýbakaðar og mjúkar beyglur með grilluðum grillosti frá MS.


Innihald: Fyrir fjóra


  • 230 g hreint skyr (einn bolli)
  • 140 g hveiti (einn bolli)
  • 10 g lyftiduft (2 tsk)
  • Eggjahvíta eða egg til penslunar /15 gr


Grillostur


  • +Grillostur frá MS
  • +Sweet chilli sósa eftir smekk
  • +Avocado
  • +Kál
  • +Hunang og sesam fræ eftir smekk


Aðferð


  1. Blandið saman innihaldsefnum fyrir beyglurnar.
  2. Ef deigið er mjög klístrað er gott að bæta örlitlu hveiti við. 
  3. Skiptið deiginu í fjóra parta og myndið beyglur, það er gott að hafa gatið í miðjunni 3-4cm því það minnkar við bökun. 
  4. Setjið beyglurnar á bökunarpappír svo þær festist ekki við bökunarplötuna.
  5. Penslið með eggjahvítu eða eggi og setjið beyglukrydd ofan á hverja beyglu. Ef þú átt ekki beyglukrydd er líka hægt að nota nota sesamfræ, smá sjávarsalt og hvítlaukskrydd.
  6. Bakið við 175°C í um 25 mín í blástursofni.
  7. Grillosturinn er skorinn í sneiðar og steiktur á pönnu eða grillaður á grilli, í um 3-4 mín á hvorri hlið, eða þar til hann er orðinn gylltur.
  8. Tilvalið að hella smá sweet chilli sósu yfir ostinn í lokin.
  9. Ég smurði beygluna með stöppuðu avocado, setti svo kál, grillaða grillostinn og svo setti ég sesamfræ og smá hunang. 
13 October 2025
Ef þú ert ein/n þeirra fjölmörgu sem átt pítsuofn þá mæli ég með þessum! Þegar þú ert þar að auki með gott súrdeigsdeig og rétt álegg er lítið mál að búa til pítsur sem keppa við þær allra bestu á veitingastöðum. Hér erum við með klassíska samsetningu sem er okkar allra uppáhalds: pepperóní, skinka, ferskur mozzarella
8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h