Beyglur með grillosti

Uppskrift: Gottímatinn
Þessi réttur er fullkominn í helgarbrunchinn eða einfaldlega þegar þig langar í eitthvað einfalt og gott. Nýbakaðar og mjúkar beyglur með grilluðum grillosti frá MS.
Innihald: Fyrir fjóra
- 230 g hreint skyr (einn bolli)
- 140 g hveiti (einn bolli)
- 10 g lyftiduft (2 tsk)
- Eggjahvíta eða egg til penslunar /15 gr
Grillostur
- +Grillostur frá MS
- +Sweet chilli sósa eftir smekk
- +Avocado
- +Kál
- +Hunang og sesam fræ eftir smekk
Aðferð
- Blandið saman innihaldsefnum fyrir beyglurnar.
- Ef deigið er mjög klístrað er gott að bæta örlitlu hveiti við.
- Skiptið deiginu í fjóra parta og myndið beyglur, það er gott að hafa gatið í miðjunni 3-4cm því það minnkar við bökun.
- Setjið beyglurnar á bökunarpappír svo þær festist ekki við bökunarplötuna.
- Penslið með eggjahvítu eða eggi og setjið beyglukrydd ofan á hverja beyglu. Ef þú átt ekki beyglukrydd er líka hægt að nota nota sesamfræ, smá sjávarsalt og hvítlaukskrydd.
- Bakið við 175°C í um 25 mín í blástursofni.
- Grillosturinn er skorinn í sneiðar og steiktur á pönnu eða grillaður á grilli, í um 3-4 mín á hvorri hlið, eða þar til hann er orðinn gylltur.
- Tilvalið að hella smá sweet chilli sósu yfir ostinn í lokin.
- Ég smurði beygluna með stöppuðu avocado, setti svo kál, grillaða grillostinn og svo setti ég sesamfræ og smá hunang.
