BBQ kjúklingaborgari

Uppskrift: Gerum daginn girnilegan


Klassískur réttur sem ég hef gert í mörg ár. Tekur enga stund að útbúa, er svo ljúffengur og allir í fjölskyldunni elska hann. Það er einnig mjög gott að grilla kjúklinginn en annars er afar fljótlegt að elda hann í ofninum.

Innihald: 


  • 3 stk kjúklingabringur , skornar í tvennt
  • 1 dl Hunt´s Original BBQ sósa
  • 1 tsk salt
  • 1/4 tsk pipar
  • cheddar ostsneiðar
  • salatblöð
  • tómatar sneiddir
  • avókado, sneitt
  • hamborgarabrauð


Innihald: Sósa


  • 1 1/2 dl Heinz majónes
  • 1 tsk hunang
  • 1 tsk gult sinnep
  • 2 msk saxað jalapeno (eftir smekk)
  • salt og pipar eftir smekk
  • 1/4 tsk laukduft
  • safi úr 1/2 lime


Aðferð


  1. Skerið kjúklingabringurnar í tvennt. Dreifið BBQ sósunni og kryddið þær með salti og pipar. Penslið BBQ sósunni jafnt yfir kjúklinginn.
  2. Bakið kjúklingabringurnar í ofninum í 25 mínútur við 190°C. Takið þær út og dreifið cheddar ostsneiðum á þær. Haldið svo áfram að baka þær í 5 mínútur eða þar til þær eru eldaðar í gegn.
  3. Á meðan kjúklingurinn eldast, blandið saman Heinz majónesi, hunangi, sinnepi, jalapeno, laukdufti, lime safa, salti og pipar í skál. Smakkið til og kryddið eftir smekk. Geymið í kæli þar til borgararnir eru settir saman.
  4. Þegar kjúklingurinn er tilbúin, dreifið þá sósunni á botninn á hamborgarabrauðið, svo salati, kjúklingi (1-2 bita), tómatsneið, avókadó, meiri sósu og jafnvel meiri bbq sósu. Lokið borgaranum og njótið vel!


8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h
7 September 2025
Hvað er betra en gott kósýkvöld heima eftir góða vinnuviku? Þá er dásamlegt að setjast niður með hollari valkost af heimalöguðu poppi, sem inniheldur trefjar, færri kaloríur og andoxunarefni og njóta með góðri samvisku.