Grænmetisspjót grilluð og tvær grillsósur með

Grænmetið skorið niður í hæfilega stóra bita og raðað á spjótin, öllum innihaldsefnunum í marineringunni blandað saman og penslað á spjótin.


Gott að láta þetta marinerast i um 1 klst fyrir eldun. Grillið við meðalhita í um 15 mínútur og kryddið með rótargrænmetiskryddinu yfir spjótin á grillinu meðan þau grillast.


Púrrulaukssósa

  • 1 dós sýrður rjómi
  • 1/2 dl Toro púrrulaukssúpu pakki


Bearnaisesósa

  • 2 dl kotasæla
  • 1 pakki Toro Bearnaisesósu pakki
  • 2-3 dl mjólk (sósan verður þynnri með meiri mjólk)


Innihald í um 10-12 grillspjót

  • 1 kúrbítur
  • 1 box sveppir
  • 1 rauðlaukur
  • 1 grillostur
  • brokkolí (gott að gufusjóða það örlítið áður)
  • paprika


Marinering

  • 1/4 bolli olía
  • 2 msk balsamik edik
  • 2 hvitlauksrif
  • 1 msk dijon sinnep
  • 1 msk pestó
  • safi úr lime
  • Salt og pipar frá Kryddhúsinu
  • Rótargrænmetiskrydd frá Kryddhúsinu


Jólaglögg kryddblandan ilmar og bragðast eins og jólin sjálf ? ❤️
10 December 2025
Jólaglögg kryddblandan ilmar og bragðast eins og jólin sjálf 🎄 ❤️
4 December 2025
Það er fátt sem toppar góða brauðsneið með hangikjötssalati og þetta er að mínu mati það allra besta. Bragðmikið hangikjöt með silkimjúku majónesi, eggjum og strangheiðarlegum baunum og gulrótum úr dós. Mér finnst mjög gott að bera það fram á þéttu, góðu brauði líkt og dönsku rúgbrauði og þá er það næstum eins og íslen