Grænmetisspjót grilluð og tvær grillsósur með

Grænmetið skorið niður í hæfilega stóra bita og raðað á spjótin, öllum innihaldsefnunum í marineringunni blandað saman og penslað á spjótin.


Gott að láta þetta marinerast i um 1 klst fyrir eldun. Grillið við meðalhita í um 15 mínútur og kryddið með rótargrænmetiskryddinu yfir spjótin á grillinu meðan þau grillast.


Púrrulaukssósa

  • 1 dós sýrður rjómi
  • 1/2 dl Toro púrrulaukssúpu pakki


Bearnaisesósa

  • 2 dl kotasæla
  • 1 pakki Toro Bearnaisesósu pakki
  • 2-3 dl mjólk (sósan verður þynnri með meiri mjólk)


Innihald í um 10-12 grillspjót

  • 1 kúrbítur
  • 1 box sveppir
  • 1 rauðlaukur
  • 1 grillostur
  • brokkolí (gott að gufusjóða það örlítið áður)
  • paprika


Marinering

  • 1/4 bolli olía
  • 2 msk balsamik edik
  • 2 hvitlauksrif
  • 1 msk dijon sinnep
  • 1 msk pestó
  • safi úr lime
  • Salt og pipar frá Kryddhúsinu
  • Rótargrænmetiskrydd frá Kryddhúsinu


8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h
7 September 2025
Hvað er betra en gott kósýkvöld heima eftir góða vinnuviku? Þá er dásamlegt að setjast niður með hollari valkost af heimalöguðu poppi, sem inniheldur trefjar, færri kaloríur og andoxunarefni og njóta með góðri samvisku.