Grænmetisspjót grilluð og tvær grillsósur með

Grænmetið skorið niður í hæfilega stóra bita og raðað á spjótin, öllum innihaldsefnunum í marineringunni blandað saman og penslað á spjótin.


Gott að láta þetta marinerast i um 1 klst fyrir eldun. Grillið við meðalhita í um 15 mínútur og kryddið með rótargrænmetiskryddinu yfir spjótin á grillinu meðan þau grillast.


Púrrulaukssósa

  • 1 dós sýrður rjómi
  • 1/2 dl Toro púrrulaukssúpu pakki


Bearnaisesósa

  • 2 dl kotasæla
  • 1 pakki Toro Bearnaisesósu pakki
  • 2-3 dl mjólk (sósan verður þynnri með meiri mjólk)


Innihald í um 10-12 grillspjót

  • 1 kúrbítur
  • 1 box sveppir
  • 1 rauðlaukur
  • 1 grillostur
  • brokkolí (gott að gufusjóða það örlítið áður)
  • paprika


Marinering

  • 1/4 bolli olía
  • 2 msk balsamik edik
  • 2 hvitlauksrif
  • 1 msk dijon sinnep
  • 1 msk pestó
  • safi úr lime
  • Salt og pipar frá Kryddhúsinu
  • Rótargrænmetiskrydd frá Kryddhúsinu


BBQ kjúklingaborgari
25 June 2025
Klassískur réttur sem ég hef gert í mörg ár. Tekur enga stund að útbúa, er svo ljúffengur og allir í fjölskyldunni elska hann. Það er einnig mjög gott að grilla kjúklinginn en annars er afar fljótlegt að elda hann í ofninum.
Sumarleg vanilluterta með möndlukremi og jarðarberjum
25 June 2025
Þessi vanilluterta er sannkallaður sumardraumur – svo mjúk með djúpu vanillubragði og dásamlegu silkimjúku möndlukremi. Þessi kaka hentar vel í veislur, afmæli eða bara þegar þið viljið fagna sumrinu með einhverju ljúffengu – hér er sumar í hverjum bita, ég lofa!