Hollur MUNA Trönuberjakokteill

Trönuberjasafi er ekki bara hollur heldur líka einstaklega bragðgóður og fjölhæfur í kokteila og matseld, hvort sem er einn og sér eða í samsetningu við aðra heilsudrykki og þeytinga. Trönuberjasafi er svo miklu meira en bara drykkur; hann er leið til að heiðra heilsuna, gleðjast í góðum félagsskap og njóta lífsins í hægari takti. Með fallegri framsetningu má svo setja punktinn yfir i-ið.


Innihald:

  • Klakar
  • 1/3 hluti MUNA Trönuberjasafi
  • 2/3 hluti engiferbjór (án áfengis)
  • Dass af MUNA hrásykri
  • Sneiðar af límónu
  • Fersk mynta


Aðferð:

  1. Stráið hrásykri á disk. Vætið brúnirnar á glasinu með ferskum límónusafa og dýfið henni því
  2. næst ofan í sykurinn til að fá fallega gyllta sykurbrún.
  3. Fyllið glösin af klökum.
  4. Hellið MUNA trönuberjasafa í glösin og toppið upp með engiferbjór.
  5. Skreytið með límónusneiðum og myntu.
  6. Fyrir þá sem vilja taka framsetninguna lengra er einstaklega gaman að búa til sína eigin klaka
  7. og setja í þá til dæmis trönuber eða önnur ber.


Kraftaverkadrykkur fyrir heilsuna

Trönuberjasafi er þekktur fyrir fjölmarga heilsufarslega kosti


  • Bætir þvagfæraheilsu: Regluleg neysla getur dregið úr líkum á þvagfærasýkingum.
  • Ríkulegt innihald andoxunarefna: Styður við heilbrigða húð og styrkir ónæmiskerfið.
  • Lágt sykurinnihald: Hentar vel fyrir þá sem vilja forðast viðbættan sykur.
  • Gott fyrir hjarta og æðakerfi: Hjálpar til við að draga úr bólgum og bæta kólesterólhlutföll í líkamanum.


Skál fyrir góðri heilsu!


13 October 2025
Ef þú ert ein/n þeirra fjölmörgu sem átt pítsuofn þá mæli ég með þessum! Þegar þú ert þar að auki með gott súrdeigsdeig og rétt álegg er lítið mál að búa til pítsur sem keppa við þær allra bestu á veitingastöðum. Hér erum við með klassíska samsetningu sem er okkar allra uppáhalds: pepperóní, skinka, ferskur mozzarella
8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h