Kósýkvöld og MUNA popp

Hvað er betra en gott kósýkvöld heima eftir góða vinnuviku? Þá er dásamlegt að setjast niður með hollari valkost af heimalöguðu poppi, sem inniheldur trefjar, færri kaloríur og andoxunarefni og njóta með góðri samvisku.
Innihald:
- Lífrænar maísbaunir frá MUNA
- Bragð- og lyktarlaus kókosolía frá MUNA
- Salt (valkvætt)
Aðferð:
- Finndu stóran pott
- Settu 2-3 tsk. kókosolíu í pottinn þannig að það þekji allan botninn
- Leyfðu olíunni að hitna á miðlungshita og settu nokkrar maísbaunir út í pottinn. Þegar
- baunirnar verða að poppi settu þá maísbaunir út í pottinn, þannig að það þekji botninn á
- pottinum. Hér er mikilvægt að setja lok á pottinn til þess að halda hitanum inni.
- Hristu pottinn reglulega svo maísbaunirnar brenni ekki við (en þær gera það auðveldlega).
- Þegar það eru 2-3 sekúndur á milli þess að poppið poppi, taktu þá pottinn af hitanum. Vertu
- varkár þar sem poppið gæti ennþá brunnið við.
- Settu salt á poppið og helltu í stóra skál.
Við mælum með að krydda poppið með kanill, túrmerik, lime, chilli eða súkkulaði.

„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h

Trönuberjasafi er ekki bara hollur heldur líka einstaklega bragðgóður og fjölhæfur í kokteila og matseld, hvort sem er einn og sér eða í samsetningu við aðra heilsudrykki og þeytinga. Trönuberjasafi er svo miklu meira en bara drykkur; hann er leið til að heiðra heilsuna, gleðjast í góðum félagsskap og njóta lífsins í h