Raunverulega einfaldur MUNA hummus

„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en hún segir það alfarið raunina í þessu tilfelli.


Innihald:

  • 600 gr / 2 krukkur kjúklingabaunir frá MUNA, notið vökva úr annarri krukkunni 
  • 2 msk tahini (sesam smjör) frá MUNA
  • 2 msk ólífuolía frá MUNA 
  • safi úr ½ sítrónu
  • 1 hvítlauksrif, afhýtt
  • 2 tsk malað cumin
  • ½ tsk salt


Aðferð:


Setjið allt saman í góðan blandara, matvinnsluvél eða notið töfrasprota. Blandið þar til hummusinn er

orðin silkimjúkur. Ef ykkur finnst hummusinn enn of þykkur má nota smá af vökvanum frá

kjúklingabaununum eða meiri ólífuolíu til að þynna hann. Kryddið eftir smekk með meira af salti ef

þér finnst það þurfa.


Svo má leika sér og bragðbæta með til dæmis ferskum kryddjurtum, sólþurrkuðum tómötum, rauðrófum eða karrý og túrmerik til að fá öðruvísi hummusa.

7 September 2025
Hvað er betra en gott kósýkvöld heima eftir góða vinnuviku? Þá er dásamlegt að setjast niður með hollari valkost af heimalöguðu poppi, sem inniheldur trefjar, færri kaloríur og andoxunarefni og njóta með góðri samvisku.
7 September 2025
Trönuberjasafi er ekki bara hollur heldur líka einstaklega bragðgóður og fjölhæfur í kokteila og matseld, hvort sem er einn og sér eða í samsetningu við aðra heilsudrykki og þeytinga. Trönuberjasafi er svo miklu meira en bara drykkur; hann er leið til að heiðra heilsuna, gleðjast í góðum félagsskap og njóta lífsins í h