Súkkulaðiperlu smákökur

Uppskrift frá Nóa Siríus

 Smákökur

 Fjöldi 18-20 stykki 


  • 190 g hveiti 
  • 1 tsk. lyftiduft 
  • 1⁄2 tsk. matarsódi 
  • 1⁄2 tsk. salt 
  • 120 g smjör (við stofuhita) 
  • 100 g sykur 
  • 70 g púðursykur 
  • 1 egg 
  • 2 tsk. vanilludropar 
  • 50 g Síríus suðusúkkulaðidropar 
  • 50 g Síríus rjómasúkkulaðidropar 
  • 100 g Síríus súkkulaðiperlur 


1. Setjið hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt saman í skál, blandið saman og leggið til  hliðar. 

2. Þeytið saman smjör, sykur og púðursykur þar til blandan verður létt og ljós. 

3. Bætið egginu og vanilludropunum saman við, þeytið áfram og skafið niður á milli. 

4. Næst má blanda þurrefnunum saman við og hræra rólega. 

5. Að lokum er súkkulaðidropum og -perlum blandað saman við deigið. Gott er að nota  sleikju. 

6. Skiptið niður í 18-20 hluta og kælið í að minnsta kosti klukkustund (yfir nótt er líka í  lagi). 

7. Hitið ofninn í 170°C, rúllið hverjum hluta í kúlu og raðið þeim á bökunarplötur með  bökunarpappír. Hafið gott bil á milli. 

8. Bakið í 13-15 mínútur eða þar til kökurnar fara að gyllast á brúnunum, takið þær þá út  og kælið. 


Skraut


  • 200 g Síríus suðusúkkulaði (brætt) 
  • 100 g Síríus súkkulaðiperlur 




9. Dýfið hverri köku til hálfs í brætt súkkulaðið, skafið af botninum og raðið á  bökunarpappír. 

10. Stráið súkkulaðiperlum á súkkulaðið áður en það storknar.




30 July 2025
Grænmetið skorið niður í hæfilega stóra bita og raðað á spjótin, öllum innihaldsefnunum í marineringunni blandað saman og penslað á spjótin.
BBQ kjúklingaborgari
25 June 2025
Klassískur réttur sem ég hef gert í mörg ár. Tekur enga stund að útbúa, er svo ljúffengur og allir í fjölskyldunni elska hann. Það er einnig mjög gott að grilla kjúklinginn en annars er afar fljótlegt að elda hann í ofninum.