Súkkulaðiperlu smákökur

Uppskrift frá Nóa Siríus

 Smákökur

 Fjöldi 18-20 stykki 


  • 190 g hveiti 
  • 1 tsk. lyftiduft 
  • 1⁄2 tsk. matarsódi 
  • 1⁄2 tsk. salt 
  • 120 g smjör (við stofuhita) 
  • 100 g sykur 
  • 70 g púðursykur 
  • 1 egg 
  • 2 tsk. vanilludropar 
  • 50 g Síríus suðusúkkulaðidropar 
  • 50 g Síríus rjómasúkkulaðidropar 
  • 100 g Síríus súkkulaðiperlur 


1. Setjið hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt saman í skál, blandið saman og leggið til  hliðar. 

2. Þeytið saman smjör, sykur og púðursykur þar til blandan verður létt og ljós. 

3. Bætið egginu og vanilludropunum saman við, þeytið áfram og skafið niður á milli. 

4. Næst má blanda þurrefnunum saman við og hræra rólega. 

5. Að lokum er súkkulaðidropum og -perlum blandað saman við deigið. Gott er að nota  sleikju. 

6. Skiptið niður í 18-20 hluta og kælið í að minnsta kosti klukkustund (yfir nótt er líka í  lagi). 

7. Hitið ofninn í 170°C, rúllið hverjum hluta í kúlu og raðið þeim á bökunarplötur með  bökunarpappír. Hafið gott bil á milli. 

8. Bakið í 13-15 mínútur eða þar til kökurnar fara að gyllast á brúnunum, takið þær þá út  og kælið. 


Skraut


  • 200 g Síríus suðusúkkulaði (brætt) 
  • 100 g Síríus súkkulaðiperlur 




9. Dýfið hverri köku til hálfs í brætt súkkulaðið, skafið af botninum og raðið á  bökunarpappír. 

10. Stráið súkkulaðiperlum á súkkulaðið áður en það storknar.




13 October 2025
Ef þú ert ein/n þeirra fjölmörgu sem átt pítsuofn þá mæli ég með þessum! Þegar þú ert þar að auki með gott súrdeigsdeig og rétt álegg er lítið mál að búa til pítsur sem keppa við þær allra bestu á veitingastöðum. Hér erum við með klassíska samsetningu sem er okkar allra uppáhalds: pepperóní, skinka, ferskur mozzarella
8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h