Súkkulaðiperlu smákökur

Uppskrift frá Nóa Siríus

 Smákökur

 Fjöldi 18-20 stykki 


  • 190 g hveiti 
  • 1 tsk. lyftiduft 
  • 1⁄2 tsk. matarsódi 
  • 1⁄2 tsk. salt 
  • 120 g smjör (við stofuhita) 
  • 100 g sykur 
  • 70 g púðursykur 
  • 1 egg 
  • 2 tsk. vanilludropar 
  • 50 g Síríus suðusúkkulaðidropar 
  • 50 g Síríus rjómasúkkulaðidropar 
  • 100 g Síríus súkkulaðiperlur 


1. Setjið hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt saman í skál, blandið saman og leggið til  hliðar. 

2. Þeytið saman smjör, sykur og púðursykur þar til blandan verður létt og ljós. 

3. Bætið egginu og vanilludropunum saman við, þeytið áfram og skafið niður á milli. 

4. Næst má blanda þurrefnunum saman við og hræra rólega. 

5. Að lokum er súkkulaðidropum og -perlum blandað saman við deigið. Gott er að nota  sleikju. 

6. Skiptið niður í 18-20 hluta og kælið í að minnsta kosti klukkustund (yfir nótt er líka í  lagi). 

7. Hitið ofninn í 170°C, rúllið hverjum hluta í kúlu og raðið þeim á bökunarplötur með  bökunarpappír. Hafið gott bil á milli. 

8. Bakið í 13-15 mínútur eða þar til kökurnar fara að gyllast á brúnunum, takið þær þá út  og kælið. 


Skraut


  • 200 g Síríus suðusúkkulaði (brætt) 
  • 100 g Síríus súkkulaðiperlur 




9. Dýfið hverri köku til hálfs í brætt súkkulaðið, skafið af botninum og raðið á  bökunarpappír. 

10. Stráið súkkulaðiperlum á súkkulaðið áður en það storknar.




30 April 2025
Góðar kjúklingasamlokur standa alltaf fyrir sínu og þær smellpassa við hin ýmsu tilefni. Hér fær ferskur mozzarella ostur að njóta sín og við leyfum okkur að fullyrða að hér sé komin samsetning sem er með þeim betri.
30 April 2025
Vetur, sumar, vor og haust - það er alltaf rétta árstíðin fyrir gott salat. Mozzarellaperlurnar smellpassa með ljúffengri dressingunni, ferskum jarðarberjum og stökkri parmaskinkunni.