Bollakökujólatré

Uppskrift frá Nóa Siríus

Þessar bollakökur eru djúsí og mjúkar með vanillu smjörkremi sem búið er að sprauta í jólatré. Að sjálfsögðu má sprauta annað munstur á þær en það svo nú er um að gera að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín.


Súkkulaðibollakökur


  • 160 g Síríus suðusúkkulaði
  • 40 g Síríus kakóduft
  • 110 ml uppáhellt kaffi (við stofuhita)
  • 2 egg
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 70 ml matarolía
  • 120 g hveiti
  • 120 g sykur
  • 1⁄2 tsk. salt
  • 1 tsk. matarsódi



1. Hitið ofninn í 175°C.

2. Bræðið suðusúkkulaði og setjið í hrærivélarskál ásamt kakó og kaffi og blandið vel.

3. Þeytið eggin, bætið vanilludropum og matarolíu saman við og setjið út í súkkulaðiblönduna. Hrærið saman.

4. Setjið hveiti, sykur, salt og matarsóda í skál og blandið saman við súkkulaðiblönduna í nokkrum skömmtum, skafið niður á milli.

5. Skiptið niður í 12 bollakökuform og bakið í um 20 mínútur.



Smjörkrem og skreyting


  • 280 g smjör (við stofuhita)
  • 500 g flórsykur
  • 100 ml rjómi
  • 3 tsk. vanilludropar
  • 1⁄4 tsk. salt
  • Grænn matarlitur
  • Síríus súkkulaðiperlur
  • Flórsykur (til að sigta yfir)


6. Þeytið smjörið eitt og sér þar til það verður létt í sér.

7. Bætið flórsykri og rjóma saman við í nokkrum skömmtum á víxl og hrærið vel á milli.

8. Bætið vanilludropum og salti saman við og hrærið áfram vel.

9. Setjið matarlit saman við, hrærið og skafið niður nokkrum sinnum þar til þið náið

þeim litatón sem óskað er eftir.

10. Setjið kremið í sprautupoka og sprautið jólatré. Gott er að hafa neðstu stjörnuna

breiðasta og síðan hinar alltaf aðeins minni og minni til að mynda jólatré.

11. Skreytið með súkkulaðiperlum hér og þar og sigtið flórsykur yfir hvert tré sem snjó.


13 October 2025
Ef þú ert ein/n þeirra fjölmörgu sem átt pítsuofn þá mæli ég með þessum! Þegar þú ert þar að auki með gott súrdeigsdeig og rétt álegg er lítið mál að búa til pítsur sem keppa við þær allra bestu á veitingastöðum. Hér erum við með klassíska samsetningu sem er okkar allra uppáhalds: pepperóní, skinka, ferskur mozzarella
8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h