Samloka með mozzarella og kjúkling

Uppskrift: Gottímatinn


Góðar kjúklingasamlokur standa alltaf fyrir sínu og þær smellpassa við hin ýmsu tilefni. Hér fær ferskur mozzarella ostur að njóta sín og við leyfum okkur að fullyrða að hér sé komin samsetning sem er með þeim betri.

Innihald

2 skammtar


  • 1 stk. baguette brauð
  • 1 stk. kjúklingabringa, elduð
  • 2 stk. mozzarella kúlur, stórar
  • klettasalat, handfylli
  • 1 stk. stór tómatur
  • dijon sinnep
  • rautt pestó
  • salt og pipar


Aðferð

  1. Skerið baguette brauðið í tvennt eftir endilöngu.
  2. Smyrjið Dijon sinnepi á annan helminginn og rauðu pestói á hinn helminginn.
  3. Skerið Mozarella ostinn í þykkar sneiðar, rífið eða skerið kjúklinginn niður og skerið tómatana í sneiðar.
  4. Raðið álegginu á brauðið ásamt klettasalati, saltið og piprið og leggið saman.


BBQ kjúklingaborgari
25 June 2025
Klassískur réttur sem ég hef gert í mörg ár. Tekur enga stund að útbúa, er svo ljúffengur og allir í fjölskyldunni elska hann. Það er einnig mjög gott að grilla kjúklinginn en annars er afar fljótlegt að elda hann í ofninum.
Sumarleg vanilluterta með möndlukremi og jarðarberjum
25 June 2025
Þessi vanilluterta er sannkallaður sumardraumur – svo mjúk með djúpu vanillubragði og dásamlegu silkimjúku möndlukremi. Þessi kaka hentar vel í veislur, afmæli eða bara þegar þið viljið fagna sumrinu með einhverju ljúffengu – hér er sumar í hverjum bita, ég lofa!