Samloka með mozzarella og kjúkling

Uppskrift: Gottímatinn


Góðar kjúklingasamlokur standa alltaf fyrir sínu og þær smellpassa við hin ýmsu tilefni. Hér fær ferskur mozzarella ostur að njóta sín og við leyfum okkur að fullyrða að hér sé komin samsetning sem er með þeim betri.

Innihald

2 skammtar


  • 1 stk. baguette brauð
  • 1 stk. kjúklingabringa, elduð
  • 2 stk. mozzarella kúlur, stórar
  • klettasalat, handfylli
  • 1 stk. stór tómatur
  • dijon sinnep
  • rautt pestó
  • salt og pipar


Aðferð

  1. Skerið baguette brauðið í tvennt eftir endilöngu.
  2. Smyrjið Dijon sinnepi á annan helminginn og rauðu pestói á hinn helminginn.
  3. Skerið Mozarella ostinn í þykkar sneiðar, rífið eða skerið kjúklinginn niður og skerið tómatana í sneiðar.
  4. Raðið álegginu á brauðið ásamt klettasalati, saltið og piprið og leggið saman.


8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h
7 September 2025
Hvað er betra en gott kósýkvöld heima eftir góða vinnuviku? Þá er dásamlegt að setjast niður með hollari valkost af heimalöguðu poppi, sem inniheldur trefjar, færri kaloríur og andoxunarefni og njóta með góðri samvisku.