Samloka með mozzarella og kjúkling

Uppskrift: Gottímatinn
Góðar kjúklingasamlokur standa alltaf fyrir sínu og þær smellpassa við hin ýmsu tilefni. Hér fær ferskur mozzarella ostur að njóta sín og við leyfum okkur að fullyrða að hér sé komin samsetning sem er með þeim betri.
Innihald
2 skammtar
- 1 stk. baguette brauð
- 1 stk. kjúklingabringa, elduð
- 2 stk. mozzarella kúlur, stórar
- klettasalat, handfylli
- 1 stk. stór tómatur
- dijon sinnep
- rautt pestó
- salt og pipar
Aðferð
- Skerið baguette brauðið í tvennt eftir endilöngu.
- Smyrjið Dijon sinnepi á annan helminginn og rauðu pestói á hinn helminginn.
- Skerið Mozarella ostinn í þykkar sneiðar, rífið eða skerið kjúklinginn niður og skerið tómatana í sneiðar.
- Raðið álegginu á brauðið ásamt klettasalati, saltið og piprið og leggið saman.

Það er fátt sem toppar góða brauðsneið með hangikjötssalati og þetta er að mínu mati það allra besta. Bragðmikið hangikjöt með silkimjúku majónesi, eggjum og strangheiðarlegum baunum og gulrótum úr dós. Mér finnst mjög gott að bera það fram á þéttu, góðu brauði líkt og dönsku rúgbrauði og þá er það næstum eins og íslen


