Salat með mozzarella perlum, jarðarberjum
og stökkri parmaskinku

Uppskrift: Gottímatinn
Vetur, sumar, vor og haust - það er alltaf rétta árstíðin fyrir gott salat. Mozzarellaperlurnar smellpassa með ljúffengri dressingunni, ferskum jarðarberjum og stökkri parmaskinkunni.
Innihald
2 skammtar
- 1 bakki blandað salat
- 250 g fersk jarðarber
- 4 stk. parmaskinka, stórar sneiðar
- 1 stk. avocado
- 1 dós mozzarella perlur
- Salatdressing
- 2 msk. sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
- 2 msk. ólífuolía
- 2 msk. sítrónusafi
- 1 msk. hunang
- salt og pipar
Aðferð
- Leggið parmaskinkusneiðar á ofnplötu með bökunarpappír og bakið í 175 gráðu heitum ofni þar til skinkan er stökk, u.þ.b 10-15 mínútur.
- Skerið niður salat, jarðarber og avocado og setjið í fallegar skálar eða eina stóra salatskál.
- Pískið öllu hráefninu í salatdressinguna saman og dreifið yfir salatið.
- Toppið að lokum með stökkri skinkunni og mozzarella perlum.


Ef þú ert ein/n þeirra fjölmörgu sem átt pítsuofn þá mæli ég með þessum! Þegar þú ert þar að auki með gott súrdeigsdeig og rétt álegg er lítið mál að búa til pítsur sem keppa við þær allra bestu á veitingastöðum. Hér erum við með klassíska samsetningu sem er okkar allra uppáhalds: pepperóní, skinka, ferskur mozzarella

„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h