Salat með mozzarella perlum, jarðarberjum
og stökkri parmaskinku

Uppskrift: Gottímatinn
Vetur, sumar, vor og haust - það er alltaf rétta árstíðin fyrir gott salat. Mozzarellaperlurnar smellpassa með ljúffengri dressingunni, ferskum jarðarberjum og stökkri parmaskinkunni.
Innihald
2 skammtar
- 1 bakki blandað salat
- 250 g fersk jarðarber
- 4 stk. parmaskinka, stórar sneiðar
- 1 stk. avocado
- 1 dós mozzarella perlur
- Salatdressing
- 2 msk. sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
- 2 msk. ólífuolía
- 2 msk. sítrónusafi
- 1 msk. hunang
- salt og pipar
Aðferð
- Leggið parmaskinkusneiðar á ofnplötu með bökunarpappír og bakið í 175 gráðu heitum ofni þar til skinkan er stökk, u.þ.b 10-15 mínútur.
- Skerið niður salat, jarðarber og avocado og setjið í fallegar skálar eða eina stóra salatskál.
- Pískið öllu hráefninu í salatdressinguna saman og dreifið yfir salatið.
- Toppið að lokum með stökkri skinkunni og mozzarella perlum.


Það er fátt sem toppar góða brauðsneið með hangikjötssalati og þetta er að mínu mati það allra besta. Bragðmikið hangikjöt með silkimjúku majónesi, eggjum og strangheiðarlegum baunum og gulrótum úr dós. Mér finnst mjög gott að bera það fram á þéttu, góðu brauði líkt og dönsku rúgbrauði og þá er það næstum eins og íslen


