Sítrónu spagettí með humri og burrata

Uppskrift: Gottímatinn
Léttur og vorlegur pastaréttur sem allir í fjölskyldunni munu elska! Ljúffengt sítrónusmjörið passar fullkomlega með bökuðum tómötum, humri og burrata, nammi namm!
Innihald
4 skammtar
- 300 g litlir tómatar
- 400 g spagettí eða linguine pasta
- 500 g skelflettur humar
- 1 stk. sítróna (skorin í þunnar sneiðar)
- 4 stk. hvítlauksgeirar
- smjör til steikingar
- ólífuolía
- salt og pipar
Toppur
- ferskt basilpestó (grænt pestó)
- ristaðar furuhnetur
- söxuð basilíka
- 4 stk. litlar burrata kúlur (við stofuhita)
Meðlæti
- hvítlauksbrauð
Skref1
- Hitið ofninn í 200°C.
- Setjið tómatana í eldfast mót, hellið um 2 msk. af ólífuolíu yfir, rífið 2 hvítlauksrif saman við, saltið og piprið.
- Bakið í ofninum í 20 mínútur á meðan þið undirbúið annað.
Skref2
- Sjóðið spagettíið í söltu vatni.
- Smjörsteikið humarinn á meðan og rífið 2 hvítlauksrif yfir hann í lokin, saltið og piprið.
- Takið humarinn af pönnunni, bætið á hana smjöri (um 2 msk.), ólífuolíu (um 2 msk.) og sítrónusneiðum, leyfið að malla við meðalhita þar til sneiðarnar mýkjast upp.
Skref3
- Bætið spagettínu saman við sítrónusmjörið og veltið upp úr því, fjarlægið svo sítrónusneiðarnar sjálfar.
- Raðið síðan saman á disk; spagettí, bökuðum tómötum, smjörsteiktum humri, pestó, furuhnetum, basilíku og síðast en ekki síst lítilli burrata kúlu.
- Njótið sem fyrst með góðu hvítlauksbrauði.


Það er fátt sem toppar góða brauðsneið með hangikjötssalati og þetta er að mínu mati það allra besta. Bragðmikið hangikjöt með silkimjúku majónesi, eggjum og strangheiðarlegum baunum og gulrótum úr dós. Mér finnst mjög gott að bera það fram á þéttu, góðu brauði líkt og dönsku rúgbrauði og þá er það næstum eins og íslen


