Litríkt grískt kjúklingasalat með stökkum grillosti

Uppskrift: Gottímatinn


Fallegir sumardagar kalla hreinlega á góð fersk salöt og þetta kom alveg sérstaklega vel út. Mig langaði sem sagt að prófa að raspa niður grillostinn frá MS og steikja á pönnu til að sjá hvernig það kæmi út og ég varð sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Osturinn bráðnar ekki eins og flestir aðrir heldur verður stökkur. Ég gerði því alveg dásamlega bragðgott grískt kjúklingasalat og toppaði það með ostinum. Ég marineraði kjúklinginn í uppáhalds grísku marineringunni minni og setti síðan saman alls konar grænmeti sem ég tengi við Grikkland. Þvílíkt lostæti! 


Innihald: Grillaður grískur kjúklingur:


  • 3 kjúklingabringur
  • 60ml ólífuolía
  • 1 msk. rauðvínsedik
  • 4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
  • Safi úr 1 sítrónu
  • 1 msk. hunang
  • 1 msk. oregano
  • 1 tsk. sjávarsalt
  • ½ tsk. nýmalaður svartur pipar
  • 1 tsk. þurrkuð mynta


Aðferð

  1. Blandið öllu saman í skál. Setjið kjúklinginn í rennilásapoka og hellið marineringunni yfir. Látið kjúklinginn marinerast í að minnsta kosti 30 mín. 
  2. Hitið grillið vel og grillið bringurnar þar til þær eru eldaðar í gegn. Látið mesta hitann rjúka úr þeim og skerið svo í sneiðar. 


Innihald: Grillaður grískur kjúklingur:


  • 1 stk. Grillostur frá Gott í matinn
  • Ferskt salat eftir smekk
  • Klettasalat
  • Kokkteiltómatar, magn eftir smekk
  • ½ agúrka, skorin í bita
  • ½ rauðlaukur, þunnt sneiddur
  • ½ avocado í bitum
  • Svartar ólífur, magn eftir smekk


Aðferð

  1. Byrjið á því að rífa ostinn á grófa hlutanum á rifjárni. Hitið viðloðunarfría pönnu og setjið ostinn út á en ekki byrja strax að hreyfa hann til með spaða. Hann bráðnar aðeins en ekki eins og annar ostur. Byrjið að snúa ostinum við þegar hann fer að brúnast og þá er í lagi að hreyfa hann til og snúa eftir smekk. 
  2. Ég notaði spaðann til þess að skera í sundur stærri bita. Steikið ostinn þar til hann er orðinn gullinbrúnn og stökkur. Setjið til hliðar.
  3. Skerið grænmetið og blandið salatinu í skál. Setjið kjúklinginn yfir og toppið með Grillostinum.
BBQ kjúklingaborgari
25 June 2025
Klassískur réttur sem ég hef gert í mörg ár. Tekur enga stund að útbúa, er svo ljúffengur og allir í fjölskyldunni elska hann. Það er einnig mjög gott að grilla kjúklinginn en annars er afar fljótlegt að elda hann í ofninum.
Sumarleg vanilluterta með möndlukremi og jarðarberjum
25 June 2025
Þessi vanilluterta er sannkallaður sumardraumur – svo mjúk með djúpu vanillubragði og dásamlegu silkimjúku möndlukremi. Þessi kaka hentar vel í veislur, afmæli eða bara þegar þið viljið fagna sumrinu með einhverju ljúffengu – hér er sumar í hverjum bita, ég lofa!