Rjómasúkkulaðimús

Uppskrift í samstarfi við ljufalif.is / Nói
Rjómasúkkulaðiunnendur takið eftir! Hér kemur ein sú einfaldasta og ljúffengasta uppskrift af súkkulaðimús þó víða væri leitað!
Innihaldsefni
Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift
Súkkulaðimús
- 300 g Síríus rjómasúkkulaði
- 500 ml rjómi
- ¼ tsk. salt
- 1 tsk. vanilludropar
Toppur/skreyting
- 250 ml þeyttur rjómi
- 50 g Síríus suðusúkkulaði með karamellu og sjávarsalti
- Hindber
Leiðbeiningar
Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu
Súkkulaðimús
- Saxið súkkulaðið niður.
- Hitið 250 ml af rjómanum að suðu og hellið yfir súkkulaðið ásamt saltinu.
- Pískið saman þar til allt súkkulaðið er bráðið.
- Bætið þá restinni af rjómanum sem ekki var hitaður saman við í mjórri bunu og hrærið vel saman ásamt vanilludropunum.
- Þegar búið er að píska blönduna vel saman má setja lok á skálina og kæla blönduna í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt.
- Hellið þá kældri blöndunni í hrærivélarskálina og þeytið þar til áferðin minnir á léttþeyttan rjóma.
- Skiptið niður í skálar/glös og skreytið.
Toppur/skreyting
- Sprautið þeyttum rjóma yfir hverja súkkulaðimús.
- Saxið suðusúkkulaðið niður og skreytið með því ásamt hindberjum.
