Marengstertukrans með smá Nóa kroppi

Uppskrift í samstarfi við ljufalif.is / Nói

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift


  • 4 eggjahvítur
  • ¼ tsk cream of tartar
  • ¼ tsk salt
  • 60 g púðursykur
  • 200 g sykur
  • 500 ml rjómi – notað á tveimur stöðum í uppskriftinni, skipt í 400 ml og 100 ml
  • 150 g smá Nóa Kropp
  • 200 g Síríus suðusúkkulaði með myntubragði
  • Skraut: Granateplakjarnar og ferskt rósmarín


Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu


  1. Kveikið á ofninum og stillið á 140°C og undir+yfir hita.
  2. Setjið eggjahvítur í tandurhreina skál ásamt cream of tartar og salti, þeytið þar til byrjar að freyða.
  3. Bætið þá púðursykrinum og sykrinum saman við rólega og þeytið þar til eggjahvíturnar ná alveg stífum toppum.
  4. Teiknið 30 cm hringi á smjörpappír og snúið við smjörpappírnum svo pennastrikið snúi niður.
  5. Setjið marengsdeigið í sprautupoka með stórum opnum stjörnustút.
  6. Sprautið nokkra hingi á pennastrikið svo myndist krans.
  7. Bakið í 50 mín og slökkvið þá á ofninum en ekki taka botnana úr ofninum fyrr en þeir eru orðinir alveg kaldir.
  8.  Hægt er að gera botninn með allt að viku fyrirvara.
  9. Setjið myntusúkkulaðið í pott og bræðið með 1 dl rjóma, leyfið blöndunni að kólna.
  10. Þeytið rjómann, setjið 1 msk af rjóma á kökudiskinn undir marengsinn svo að hann haldist betur á sínum stað á diskinum.
  11. Bætið smá Nóa Kroppinu út í og blandið saman með sleikju.
  12. Setjið rjómann ofan á marengsinn, dreifið kældri súkkulaðisósunni yfir rjómann.
  13. Skreytið með granateplakjörnum og rósmarín.


30 April 2025
Góðar kjúklingasamlokur standa alltaf fyrir sínu og þær smellpassa við hin ýmsu tilefni. Hér fær ferskur mozzarella ostur að njóta sín og við leyfum okkur að fullyrða að hér sé komin samsetning sem er með þeim betri.
30 April 2025
Vetur, sumar, vor og haust - það er alltaf rétta árstíðin fyrir gott salat. Mozzarellaperlurnar smellpassa með ljúffengri dressingunni, ferskum jarðarberjum og stökkri parmaskinkunni.