Rækjukokteill

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar

Rækjukokteil er hægt að gera í ýmsum útfærslum! Hann er einfaldur og afar klassískur forréttur/smáréttur og hér kemur mín útgáfa af slíkum, fersk og undur ljúffeng!


Rækjukokteill fyrir 6 manns

Rækjukokteill uppskrift

  • 500 g stórar rækjur
  • 1 sítróna (safinn)
  • 1 mangó
  • 1 avókadó
  • ½ rauðlaukur
  • 2 msk. kóríander
  • 2 hvítlauksrif (rifin)
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Salat til að skreyta með
  • Chilli majónes (sjá uppskrift hér að neðan)
  1. Skolið og þerrið rækjurnar vel.
  2. Skerið mangó og avókadó smátt niður og saxið rauðlauk og kóríander.
  3. Kreistið sítrónusafann yfir rækjurnar og blandið síðan öllum öðrum hráefnum saman við.
  4. Blandið öllu vel saman og skiptið niður í falleg glös á fæti.
  5. Skreytið með kálblaði og toppið með chilli majónesi.


Sósa með rækjukokteil uppskrift

  • 100 g sýrður rjómi
  • 100 g majónes
  • 2 msk. Sriracha sósa
  • Salt og pipar eftir smekk


  1. Pískið allt saman í skál og njótið með rækjunum.


13 October 2025
Ef þú ert ein/n þeirra fjölmörgu sem átt pítsuofn þá mæli ég með þessum! Þegar þú ert þar að auki með gott súrdeigsdeig og rétt álegg er lítið mál að búa til pítsur sem keppa við þær allra bestu á veitingastöðum. Hér erum við með klassíska samsetningu sem er okkar allra uppáhalds: pepperóní, skinka, ferskur mozzarella
8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h