Rækjukokteill

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar
Rækjukokteil er hægt að gera í ýmsum útfærslum! Hann er einfaldur og afar klassískur forréttur/smáréttur og hér kemur mín útgáfa af slíkum, fersk og undur ljúffeng!
Rækjukokteill fyrir 6 manns
Rækjukokteill uppskrift
- 500 g stórar rækjur
- 1 sítróna (safinn)
- 1 mangó
- 1 avókadó
- ½ rauðlaukur
- 2 msk. kóríander
- 2 hvítlauksrif (rifin)
- Salt og pipar eftir smekk
- Salat til að skreyta með
- Chilli majónes (sjá uppskrift hér að neðan)
- Skolið og þerrið rækjurnar vel.
- Skerið mangó og avókadó smátt niður og saxið rauðlauk og kóríander.
- Kreistið sítrónusafann yfir rækjurnar og blandið síðan öllum öðrum hráefnum saman við.
- Blandið öllu vel saman og skiptið niður í falleg glös á fæti.
- Skreytið með kálblaði og toppið með chilli majónesi.
Sósa með rækjukokteil uppskrift
- 100 g sýrður rjómi
- 100 g majónes
- 2 msk. Sriracha sósa
- Salt og pipar eftir smekk
- Pískið allt saman í skál og njótið með rækjunum.