Rækjukokteill

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar

Rækjukokteil er hægt að gera í ýmsum útfærslum! Hann er einfaldur og afar klassískur forréttur/smáréttur og hér kemur mín útgáfa af slíkum, fersk og undur ljúffeng!


Rækjukokteill fyrir 6 manns

Rækjukokteill uppskrift

  • 500 g stórar rækjur
  • 1 sítróna (safinn)
  • 1 mangó
  • 1 avókadó
  • ½ rauðlaukur
  • 2 msk. kóríander
  • 2 hvítlauksrif (rifin)
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Salat til að skreyta með
  • Chilli majónes (sjá uppskrift hér að neðan)
  1. Skolið og þerrið rækjurnar vel.
  2. Skerið mangó og avókadó smátt niður og saxið rauðlauk og kóríander.
  3. Kreistið sítrónusafann yfir rækjurnar og blandið síðan öllum öðrum hráefnum saman við.
  4. Blandið öllu vel saman og skiptið niður í falleg glös á fæti.
  5. Skreytið með kálblaði og toppið með chilli majónesi.


Sósa með rækjukokteil uppskrift

  • 100 g sýrður rjómi
  • 100 g majónes
  • 2 msk. Sriracha sósa
  • Salt og pipar eftir smekk


  1. Pískið allt saman í skál og njótið með rækjunum.


16 December 2025
Það er skemmtilegt föndur en ákaflega einfalt að gera jólalegan ostabakka. Ég lofa að þessi ofurkrúttlegi bakki mun slá í gegn í hvaða jólaboði sem er.
16 December 2025
Tiramisú er dásamlegur eftirréttur sem er léttur og sætur, og bara fullkominn eftir þunga máltíð ef mann langar í smá sætt. Ég ákvað að ögra smá klassísku tiramisu og prófa að breyta því svolítið með karamellusósu og Doré karamellusúkkulaði og útkoman er í einu orði sagt dásamleg. Uppskriftin dugar fyrir 4-6