Púrrulauks ídýfa

Uppskrift: TORO

Ljúffeng og mild púrrulauksdýfa sem passar fullkomlega með fersku grænmeti, kexi eða snakki. Frábær meðlæti á veisluborðið um áramótin eða þegar þig langar í eitthvað extra gott.


Hráefni



  • 1 dós sýrður rjómi
  • ½ pk Púrrulaukssúpa frá Toro
  • 2-3 msk ab mjólk / súrmjólk


Leiðbeiningar


  1. Blandið öllu saman og hrærið vel, bætið ab mjólk í eftir því hversu þykka ídýfu þið viljið.
  2. Setjið í skál eða box með loki og gott er að geyma ídýfuna í kæli í minnst 2-3 klst, til að leyfa henni að taka sig.
  3. Berið fram með snakki, saltstöngum, niðurskornu grænmeti líkt og gúrku, gulrót, brokkolí, blómkáli eða papriku eða með grillmatnum.


16 December 2025
Það er skemmtilegt föndur en ákaflega einfalt að gera jólalegan ostabakka. Ég lofa að þessi ofurkrúttlegi bakki mun slá í gegn í hvaða jólaboði sem er.
16 December 2025
Tiramisú er dásamlegur eftirréttur sem er léttur og sætur, og bara fullkominn eftir þunga máltíð ef mann langar í smá sætt. Ég ákvað að ögra smá klassísku tiramisu og prófa að breyta því svolítið með karamellusósu og Doré karamellusúkkulaði og útkoman er í einu orði sagt dásamleg. Uppskriftin dugar fyrir 4-6