Kókosstangir með berjum og dökku súkkulaði

Uppskrift: TORO

Hér er á ferðinni uppskrift að dásamlegum kókosstöngum sem tilvalið er að eiga í frystinum og grípa sér bita þegar sykurlöngunin hellist yfir. 


Hráefni

Fyrir um 10 stykki


  • 200 g kókosmjöl (gróft)
  • 220 g jarðarber (frosin eða fersk)
  • 120 g hindber (frosin eða fersk)
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 3 msk. hlynsýróp
  • 300 g Valor 80% dökkt súkkulaði
  • 2 msk. kókosolía
  • Ristaðar kókosflögur til skrauts


Leiðbeiningar


  1. Setjið kókosmjöl, ber, vanilludropa og sýróp í blandara og blandið vel.
  2. Hellið í brauðform sem búið er að klæða að innan með bökunarpappír.
  3. Sléttið úr og frystið í um tvær klukkustundir og takið þá út og skerið í lengjur.
  4. Bræðið súkkulaðið og þynnið með kókosolíunni.
  5. Dýfið hverri lengju í súkkulaði, leggið á bökunarpappír og toppið með ristuðum kókosflögum.
  6. Best er að geyma stangirnar í loftþéttu íláti í frystinum.
  7. Nælið ykkur í bita þegar löngunin kemur og njótið.
by Ingibjörg Sveinsdóttir 22 January 2026
Þessi kaka er súper einföld og tekur enga stund að útbúa, það eina sem þarf er matvinnsluvél eða góður blandari. Sniðugt er að eiga þessa köku inn í frysti til að gæða sér á þegar sætindaþörfin hellist yfir!
Ljúffeng og mild púrrulauksdýfa sem passar fullkomlega með fersku grænmeti, kexi eða snakki. Frábær
30 December 2025
Ljúffeng og mild púrrulauksdýfa sem passar fullkomlega með fersku grænmeti, kexi eða snakki. Frábær meðlæti á veisluborðið eða þegar þig langar í eitthvað extra gott.