Eðal hrákaka

Uppskrift: Anna Eiríks

Þessi kaka er súper einföld og tekur enga stund að útbúa, það eina sem þarf er matvinnsluvél eða góður blandari. Sniðugt er að eiga þessa köku inn í frysti til að gæða sér á þegar sætindaþörfin hellist yfir!


Hráefni

Botn:

  • Lítill poki möndlur (100g)
  • 3 dl saxaðar döðlur (150g)
  • 2 msk kakó


Krem:

  • 1 lárpera
  • 1 banani
  • 3 msk fljótandi kókosolía
  • 3 msk Agave síróp
  • 1/2 tsk vanilludropar


Toppurinn:

  • 100-150 g dökkt súkkulaði

Leiðbeiningar


  • Byrjum á botninum, setjum fyrst saxaðar döðlur í bleyti, hellum möndlunum í matvinnsluvél og söxum þær, blöndum kakóduftinu við og hellum svo vatninu af döðlunum og bætum þeim við.
  • Hrærum allt vel saman og setjum í form.
    Gott er að setja bökunarpappír undir ef þið viljið geta tekið hana í heilu lagi upp úr forminu til að skera í litla bita.
  • Öll innihaldsefnin sem þarf í kremið eru svo sett í matvinnsluvélina og allt þeytt vel saman og hellt ofan á botninn.
  • Súkkulaðið er brætt við vægan hita og því hellt yfir kremið og kakan því næst sett í frysti og geymd þar.
  • Gott er að taka hana út aðeins áður en hún er borin fram en hún er líka góð mjög köld eða hálf frosin.


by Ingibjörg Sveinsdóttir 19 January 2026
Hér er á ferðinni uppskrift að dásamlegum kókosstöngum sem tilvalið er að eiga í frystinum og grípa sér bita þegar sykurlöngunin hellist yfir.
Ljúffeng og mild púrrulauksdýfa sem passar fullkomlega með fersku grænmeti, kexi eða snakki. Frábær
30 December 2025
Ljúffeng og mild púrrulauksdýfa sem passar fullkomlega með fersku grænmeti, kexi eða snakki. Frábær meðlæti á veisluborðið eða þegar þig langar í eitthvað extra gott.