Jólaostabakki

Uppskrift: Gott í matinn

Það er skemmtilegt föndur en ákaflega einfalt að gera jólalegan ostabakka. Ég lofa að þessi ofurkrúttlegi bakki mun slá í gegn í hvaða jólaboði sem er. Jólasveininn má gera úr góðum hvítmygluosti á borð við Dala Camembert og litli snjókarlinn er gerður úr bragðbættum rjómaosti og fínrifnum hörðum osti eins og Goðdala Gretti. Svo má raða spægipylsum og skinku allt í kring og skreyta að vild.


Hráefni



  • 2 stk. Dala Camembert
  • 2 stk. rjómaostur með graslauk og lauk frá MS
  • 1 stk. Goðdala Grettir
  • Spægipylsa, þunnt skorin
  • Hráskinka
  • Kex
  • Svartar ólífur
  • Jarðarber
  • Svört piparkorn
  • Appelsínugul paprika eða gulrót
  • Rósmarín og jólabrjóstsykur til skrauts




Leiðbeiningar


Fyrir sveinka:


  • Skerið "lokið" af Camembert ostinum. Skerið það svo í tvennt svo úr verði skegg og leggið ofan á ostinn.
  • Skerið yfirvaraskegg og kantinn á jólasveinahúfunni úr restinni.
  • Skerið augu úr ólífum og rautt nef úr jarðarberi.
  • Raðið pylsu og skinku upp svo úr verði væn jólasveinahúfa.
  • Skerið lítinn dúsk úr camembert osti og setjið á endann.


Fyrir snjókarl:


  • Setjið innihald úr einum rjómaosti á plastfilmu og rúllið upp svo úr verði kúla.
  • Gerið það sama við hálfan rjómaost í viðbót svo úr verði minni kúla.
  • Rífið smá bita af Goðdala Gretti með fínu rifjárni og veltið snjókarla kúlunum upp úr ostinum.
  • Leggið á bretti og skreytið með svörtum piparkornum og skerið nef úr gulrót eða papriku.
  • Raðið kjöti og kexi ásamt skrauti á bakkann og berið fram.



16 December 2025
Tiramisú er dásamlegur eftirréttur sem er léttur og sætur, og bara fullkominn eftir þunga máltíð ef mann langar í smá sætt. Ég ákvað að ögra smá klassísku tiramisu og prófa að breyta því svolítið með karamellusósu og Doré karamellusúkkulaði og útkoman er í einu orði sagt dásamleg. Uppskriftin dugar fyrir 4-6
Litlir og sætir jóla snjókarlar sem smakkast líka einstaklega vel. Snjókarlarnir eru ótrúlega vinsæl
16 December 2025
Litlir og sætir jóla snjókarlar sem smakkast líka einstaklega vel. Snjókarlarnir eru ótrúlega vinsælir hjá börnum og gaman að útbúa þá með þeim.