Poke skál með kjúklingi og salatosti

Uppskrift í samstarfi við MS

Það er alltaf gaman að gera eitthvað nýtt og ef ekki að nýta janúar til að prófa hollar uppskriftir þá veit ég ekki hvenær. Hér er á ferðinni poke skál með gómsætum hráefnum en fólki er að sjálfsögðu frjálst að nota annað grænmeti og svo má líka prufa að skipta kjúklingi út fyrir lax, rækjur eða annað sem ykkur lystir.


Innihaldsefni

Hráefni duga í 4-5 skálar

  • 300 g sushigrjón (+salt,hrísgrjónaedik og sykur)
  • 800 g kjúklingabringur
  • 150 g teriyaki sósa með hvítlauk + meira til að bera fram með
  • 350 g edamame baunir
  • 1 stórt mangó
  • 4 x avókadó
  • 400 g gulrætur
  • 1 x lime
  • 1 krukka salatostur frá Gott í matinn
  • ½ blaðlaukur, kóríander og sesamfræ til skrauts
  • Ólífuolía
  • Kjúklingakrydd


Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu


  1. Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka og leyfið að ná stofuhita.
  2. Skerið kjúklinginn í bita og steikið upp úr ólífuolíu + kjúklingakryddi. Hellið teriyaki sósunni yfir í lokin þegar kjúklingurinn er gegnsteiktur og leyfið að hitna í gegn.
    Það má einnig stytta sér leið og kaupa eldaðar kjúklingabringur, skera í bita og hita í olíu á pönnu, hella síðan teriyaki sósunni yfir.
  3. Gufusjóðið edamame baunirnar, rífið gulrætur niður og skerið mangó og avókadó í bita.
  4. Raðið saman í skál eins og ykkur lystir. Hrísgrjónin eru grunnurinn og síðan er gott að hafa vel af kjúklingi. Grænmeti má síðan skammta sér eftir smekk og toppurinn yfir I-ið er að setja vel af salatosti til að njóta með réttinum.


8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h
7 September 2025
Hvað er betra en gott kósýkvöld heima eftir góða vinnuviku? Þá er dásamlegt að setjast niður með hollari valkost af heimalöguðu poppi, sem inniheldur trefjar, færri kaloríur og andoxunarefni og njóta með góðri samvisku.