Poke skál með kjúklingi og salatosti

Uppskrift í samstarfi við MS

Það er alltaf gaman að gera eitthvað nýtt og ef ekki að nýta janúar til að prófa hollar uppskriftir þá veit ég ekki hvenær. Hér er á ferðinni poke skál með gómsætum hráefnum en fólki er að sjálfsögðu frjálst að nota annað grænmeti og svo má líka prufa að skipta kjúklingi út fyrir lax, rækjur eða annað sem ykkur lystir.


Innihaldsefni

Hráefni duga í 4-5 skálar

  • 300 g sushigrjón (+salt,hrísgrjónaedik og sykur)
  • 800 g kjúklingabringur
  • 150 g teriyaki sósa með hvítlauk + meira til að bera fram með
  • 350 g edamame baunir
  • 1 stórt mangó
  • 4 x avókadó
  • 400 g gulrætur
  • 1 x lime
  • 1 krukka salatostur frá Gott í matinn
  • ½ blaðlaukur, kóríander og sesamfræ til skrauts
  • Ólífuolía
  • Kjúklingakrydd


Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu


  1. Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka og leyfið að ná stofuhita.
  2. Skerið kjúklinginn í bita og steikið upp úr ólífuolíu + kjúklingakryddi. Hellið teriyaki sósunni yfir í lokin þegar kjúklingurinn er gegnsteiktur og leyfið að hitna í gegn.
    Það má einnig stytta sér leið og kaupa eldaðar kjúklingabringur, skera í bita og hita í olíu á pönnu, hella síðan teriyaki sósunni yfir.
  3. Gufusjóðið edamame baunirnar, rífið gulrætur niður og skerið mangó og avókadó í bita.
  4. Raðið saman í skál eins og ykkur lystir. Hrísgrjónin eru grunnurinn og síðan er gott að hafa vel af kjúklingi. Grænmeti má síðan skammta sér eftir smekk og toppurinn yfir I-ið er að setja vel af salatosti til að njóta með réttinum.


BBQ kjúklingaborgari
25 June 2025
Klassískur réttur sem ég hef gert í mörg ár. Tekur enga stund að útbúa, er svo ljúffengur og allir í fjölskyldunni elska hann. Það er einnig mjög gott að grilla kjúklinginn en annars er afar fljótlegt að elda hann í ofninum.
Sumarleg vanilluterta með möndlukremi og jarðarberjum
25 June 2025
Þessi vanilluterta er sannkallaður sumardraumur – svo mjúk með djúpu vanillubragði og dásamlegu silkimjúku möndlukremi. Þessi kaka hentar vel í veislur, afmæli eða bara þegar þið viljið fagna sumrinu með einhverju ljúffengu – hér er sumar í hverjum bita, ég lofa!