Fylltar sætar kartöflur með ostakubbi

Uppskrift í samstarfi við MS

Þessi uppskrift er alveg dásamlega góð og næringarrík, hentar bæði sem aðalréttur eða sem meðlæti með kjöti eða fiski. 

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift


  • 2 sætar kartöflur 
  • ostakubbur frá MS 250 g 
  • 2 - 3 msk. ólífuolía
  • litlir tómatar
  • 2 - 3 hvítlauksrif
  • fersk basilika
  • balsamik gljái


Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu


  1. Magnið á mann af þessum rétti er ansi misjafnt og fer svolítið eftir stærð kartöflunnar, ef þú ert með litlar kartöflur er alveg óhætt að gera ráð fyrir einni á mann en ef þú ert með stórar gæti ein dugað fyrir tvo. 
  2. Sætu kartöflurnar eru fyrst hitaðar í ofni í um 40 mínútur við 200 gráður.
  3. Þær svo teknar út, skornar í tvennt og tekið aðeins innan úr þeim til að búa til pláss fyrir ostakubbinn.
  4. Hver helmingur er kryddaður með salti og pipar ásamt því að örlítilli ólífuolíu er hellt yfir kartöflurnar. 
  5. Ostakubburinn er skorinn í 4 bita, en magnið í hvern helming af sætu kartöflunni fer þó algjörlega eftir smekk hvers og eins og einnig stærð kartöflunnar.
  6. Osturinn skorinn í bita og settur ofan í kartöfluna.
  7. Litlir tómatar skornir í tvennt og raðað þar ofan á.
  8. Hvítlauksrif niðurskorið eða kramið sett yfir, magn fer eftir smekk. 
  9. Kartöflurnar eru svo bakaðar aftur í um 40 mínútur við 200 gráður.
  10. Þá ætti kartaflan að vera orðin mjúk.
  11. Setjið ferska basilíku yfir hvern helming ásamt balsamik gljáa áður en rétturinn er borinn fram. 


30 April 2025
Góðar kjúklingasamlokur standa alltaf fyrir sínu og þær smellpassa við hin ýmsu tilefni. Hér fær ferskur mozzarella ostur að njóta sín og við leyfum okkur að fullyrða að hér sé komin samsetning sem er með þeim betri.
30 April 2025
Vetur, sumar, vor og haust - það er alltaf rétta árstíðin fyrir gott salat. Mozzarellaperlurnar smellpassa með ljúffengri dressingunni, ferskum jarðarberjum og stökkri parmaskinkunni.