Piparkökusjeik

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar

Ójá það eru sko löngu komnar piparkökur í verslanir ef þið tókuð ekki eftir því! Við erum nú þegar búin með nokkur box og stefnum ótrauð á að halda áfram, hahaha! Það má hins vegar nota piparkökur í ýmislegt annað en það að borða þær beint upp úr boxinu.

Hér er til dæmis á ferðinni guðdómlegur sjeik með karamellu og piparkökum sem ég get lofað að mun koma ykkur skemmtilega á óvart!


Piparkökusjeik

Uppskrift dugar í 2 stór glös


  • 400 g vanilluís
  • 200 ml nýmjólk
  • 12 stk. Göteborgs hjartapiparkökur (+ meira til skrauts)
  • 2 msk. karamelluíssósa (+ meira til skrauts)
  • 1 tsk. vanilludropar
  • ¼ tsk. kanill
  • 150 ml þeyttur rjómi


  1. Byrjið á því að mylja 12 piparkökur í blandaranum og setja í skál.
  2. Þeytið einnig rjómann og leggið til hliðar.
  3. Setjið þá nokkrar matskeiðar af karamellusósu í aðra skál og nuddið glasbarminum í sósuna og því næst í piparkökumulninginn til að gera fallega piparkökubrún á glasið.
  4. Hellið því næst smá af karamellusósu í hliðarnar á glasinu.
  5. Þá má útbúa sjeikinn með því að setja ís, mjólk, restina af piparkökuduftinu, 2 msk. af karamellusósu, vanilludropa og kanil í blandarann og blanda vel.
  6. Skiptið niður í glösin, toppið með vel af þeyttum rjóma og skreytið með piparkökumulningi og/eða heilli hjartapiparköku.






8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h
7 September 2025
Hvað er betra en gott kósýkvöld heima eftir góða vinnuviku? Þá er dásamlegt að setjast niður með hollari valkost af heimalöguðu poppi, sem inniheldur trefjar, færri kaloríur og andoxunarefni og njóta með góðri samvisku.