Jólabrauðterta

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar
Brauðtertur eru sívinsælar og senn líður að jólum. Þessi hér er jólaleg og falleg og myndi sóma sér í hvaða veislu/boði sem er.
Það var síðan svoooo gaman að skreyta hana og bera hana fram því hún er sannarlega jólin uppmáluð.
Brauðtertan
- 450 g hamborgarhryggur (eða önnur reykt skinka)
- 8 harðsoðin egg
- 400 g Hellmann‘s majónes
- 60 g þurrkuð trönuber
- 2 msk. smátt saxað sellerí
- Aromat og pipar eftir smekk
- 5 brauðtertubrauðsneiðar (langar)
Skraut
- 400 g Hellmann‘s majónes
- Um 500 g fersk trönuber (2 pokar)
- Um 4 pakkar rósmarín (4 x 28 g)
- Brómber
- Þunnt skorinn hamborgarhryggur
- Skerið hamborgarhrygginn í sneiðar og síðan í litla bita (það má hálfpartinn saxa hann).
- Skerið eggin á tvo vegu með eggjaskera og setjið saman við skinkuna.
- Blandið majónesinu saman við á þessu stigi og saxið þá trönuberin og selleríið mjög smátt og bætið saman við.
- Kryddið eftir smekk og skiptið í 4 hluta.
- Skerið skorpuna af brauðtertubrauðinu og smyrjið salatinu á milli sneiðanna.
- Þekjið brauðtertuna að utan með majónesi og skreytið að vild.




Ef þú ert ein/n þeirra fjölmörgu sem átt pítsuofn þá mæli ég með þessum! Þegar þú ert þar að auki með gott súrdeigsdeig og rétt álegg er lítið mál að búa til pítsur sem keppa við þær allra bestu á veitingastöðum. Hér erum við með klassíska samsetningu sem er okkar allra uppáhalds: pepperóní, skinka, ferskur mozzarella

„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h

