Jólabrauðterta

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar

Brauðtertur eru sívinsælar og senn líður að jólum. Þessi hér er jólaleg og falleg og myndi sóma sér í hvaða veislu/boði sem er.

Það var síðan svoooo gaman að skreyta hana og bera hana fram því hún er sannarlega jólin uppmáluð.


Brauðtertan


  • 450 g hamborgarhryggur (eða önnur reykt skinka)
  • 8 harðsoðin egg
  • 400 g Hellmann‘s majónes
  • 60 g þurrkuð trönuber
  • 2 msk. smátt saxað sellerí
  • Aromat og pipar eftir smekk
  • 5 brauðtertubrauðsneiðar (langar)


Skraut


  • 400 g Hellmann‘s majónes
  • Um 500 g fersk trönuber (2 pokar)
  • Um 4 pakkar rósmarín (4 x 28 g)
  • Brómber
  • Þunnt skorinn hamborgarhryggur


  1. Skerið hamborgarhrygginn í sneiðar og síðan í litla bita (það má hálfpartinn saxa hann).
  2. Skerið eggin á tvo vegu með eggjaskera og setjið saman við skinkuna.
  3. Blandið majónesinu saman við á þessu stigi og saxið þá trönuberin og selleríið mjög smátt og bætið saman við.
  4. Kryddið eftir smekk og skiptið í 4 hluta.
  5. Skerið skorpuna af brauðtertubrauðinu og smyrjið salatinu á milli sneiðanna.
  6. Þekjið brauðtertuna að utan með majónesi og skreytið að vild.


30 April 2025
Góðar kjúklingasamlokur standa alltaf fyrir sínu og þær smellpassa við hin ýmsu tilefni. Hér fær ferskur mozzarella ostur að njóta sín og við leyfum okkur að fullyrða að hér sé komin samsetning sem er með þeim betri.
30 April 2025
Vetur, sumar, vor og haust - það er alltaf rétta árstíðin fyrir gott salat. Mozzarellaperlurnar smellpassa með ljúffengri dressingunni, ferskum jarðarberjum og stökkri parmaskinkunni.