Jólabrauðterta

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar

Brauðtertur eru sívinsælar og senn líður að jólum. Þessi hér er jólaleg og falleg og myndi sóma sér í hvaða veislu/boði sem er.

Það var síðan svoooo gaman að skreyta hana og bera hana fram því hún er sannarlega jólin uppmáluð.


Brauðtertan


  • 450 g hamborgarhryggur (eða önnur reykt skinka)
  • 8 harðsoðin egg
  • 400 g Hellmann‘s majónes
  • 60 g þurrkuð trönuber
  • 2 msk. smátt saxað sellerí
  • Aromat og pipar eftir smekk
  • 5 brauðtertubrauðsneiðar (langar)


Skraut


  • 400 g Hellmann‘s majónes
  • Um 500 g fersk trönuber (2 pokar)
  • Um 4 pakkar rósmarín (4 x 28 g)
  • Brómber
  • Þunnt skorinn hamborgarhryggur


  1. Skerið hamborgarhrygginn í sneiðar og síðan í litla bita (það má hálfpartinn saxa hann).
  2. Skerið eggin á tvo vegu með eggjaskera og setjið saman við skinkuna.
  3. Blandið majónesinu saman við á þessu stigi og saxið þá trönuberin og selleríið mjög smátt og bætið saman við.
  4. Kryddið eftir smekk og skiptið í 4 hluta.
  5. Skerið skorpuna af brauðtertubrauðinu og smyrjið salatinu á milli sneiðanna.
  6. Þekjið brauðtertuna að utan með majónesi og skreytið að vild.


30 July 2025
Grænmetið skorið niður í hæfilega stóra bita og raðað á spjótin, öllum innihaldsefnunum í marineringunni blandað saman og penslað á spjótin.
BBQ kjúklingaborgari
25 June 2025
Klassískur réttur sem ég hef gert í mörg ár. Tekur enga stund að útbúa, er svo ljúffengur og allir í fjölskyldunni elska hann. Það er einnig mjög gott að grilla kjúklinginn en annars er afar fljótlegt að elda hann í ofninum.