Ostapúff

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar
Ég vissi ekki hvað ég ætti að láta þessa uppskrift heita og þar sem hún heitir „puff pastry“ í einni eða annari mynd í þeim hugmyndum sem ég hef séð af sambærilegu á Instagram. Ég ákvað því þetta fína nafn, haha! Þetta er einföld hugmynd og skemmtileg tilbreyting á ostabakkann og virkilega ljúffengt!
Ostapúff
24 stk
- 3 x smjördeigsplötur (þessar frosnu)
- 1 x brie ostur
- Trönuberjasulta
- 1 lúka pistasíukjarnar
- 1 lúka pekanhnetur
- 2 msk. saxað rósmarín
- Matarolíusprey
- Hitið ofninn í 200°C.
- Stráið smá hveiti á borð og fletjið hverja smjördeigsplötu út svo hún þynnist og myndi ferhyrning, skerið hvern í 9 einingar.
- Skerið ostinn í litla teninga og spreyið mini-bollakökuform vel að innan og aðeins upp á kantana með matarolíuspreyi.
- Setjið lítinn smjördeigsferhyrning í hvert hólf svo hann myndi nokkurs konar skál. Næst má setja brie bita, um ½ tsk. af sultu og smá af hvorri hnetutegund.
- Bakið í um 15 mínútur og losið síðan hvert ostapúff úr forminu með beittum hníf og stráið smá rósmarín yfir.


„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h