Hollir og góðir MUNA múslíbitar

Uppskrift í samstarfi með MUNA

Hér höfum við einstaklega góða múslíbita. Þeir minna óneytanlega á rice krispies kökurnar sem við flest öll þekkjum, nema talsvert hollari og henta því vel sem millimál, í nesti eða sem hollt nammi.


Þeir eru afar einfaldir að gera, maður smellir möndlusmjöri, agave sírópi, kókosolíu og dökku súkkulaði í skál, blandar saman. Smellir svo múslí út í og hrærið, útbýr kökur og smellir í frystinn. Þá eru þessir dásamlegu múslíbitar tilbúnir.


Múslíbitar


  • 150 g MUNA möndlusmjör
  • 2 msk MUNA agave síróp
  • 40 g MUNA kókosolía
  • 150 g dökkt súkkulaði
  • 250 g haframúslí með eplum og kanil frá MUNA
  • Sjávarsalt


  1. Bræðið kókosolíu og dökkt súkkulaði yfir vatnsbaði.
  2. Blandið saman möndlusmjöri, agave sírópi, kókosolíunni og súkkulaðinu í skál.
  3. Bætið út í múslíinu út í og hrærið þar til allt hefur samlagast.
  4. Setjið smjörpappír á disk eða ofnskúffu (ef hún kemst í frystinn) og útbúið kökur úr 2 tsk af deigi og setjið á smjörpappírinn, setjið í frystinn í amk klst eða þar til kökurnar hafa stirðnað. Sáldrið örlitlu sjávarsalti yfir.
  5. Kökurnar geymast vel í ísskáp eða frysti.


13 October 2025
Ef þú ert ein/n þeirra fjölmörgu sem átt pítsuofn þá mæli ég með þessum! Þegar þú ert þar að auki með gott súrdeigsdeig og rétt álegg er lítið mál að búa til pítsur sem keppa við þær allra bestu á veitingastöðum. Hér erum við með klassíska samsetningu sem er okkar allra uppáhalds: pepperóní, skinka, ferskur mozzarella
8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h