Hollir og góðir MUNA múslíbitar

Uppskrift í samstarfi með MUNA

Hér höfum við einstaklega góða múslíbita. Þeir minna óneytanlega á rice krispies kökurnar sem við flest öll þekkjum, nema talsvert hollari og henta því vel sem millimál, í nesti eða sem hollt nammi.


Þeir eru afar einfaldir að gera, maður smellir möndlusmjöri, agave sírópi, kókosolíu og dökku súkkulaði í skál, blandar saman. Smellir svo múslí út í og hrærið, útbýr kökur og smellir í frystinn. Þá eru þessir dásamlegu múslíbitar tilbúnir.


Múslíbitar


  • 150 g MUNA möndlusmjör
  • 2 msk MUNA agave síróp
  • 40 g MUNA kókosolía
  • 150 g dökkt súkkulaði
  • 250 g haframúslí með eplum og kanil frá MUNA
  • Sjávarsalt


  1. Bræðið kókosolíu og dökkt súkkulaði yfir vatnsbaði.
  2. Blandið saman möndlusmjöri, agave sírópi, kókosolíunni og súkkulaðinu í skál.
  3. Bætið út í múslíinu út í og hrærið þar til allt hefur samlagast.
  4. Setjið smjörpappír á disk eða ofnskúffu (ef hún kemst í frystinn) og útbúið kökur úr 2 tsk af deigi og setjið á smjörpappírinn, setjið í frystinn í amk klst eða þar til kökurnar hafa stirðnað. Sáldrið örlitlu sjávarsalti yfir.
  5. Kökurnar geymast vel í ísskáp eða frysti.


30 July 2025
Grænmetið skorið niður í hæfilega stóra bita og raðað á spjótin, öllum innihaldsefnunum í marineringunni blandað saman og penslað á spjótin.
BBQ kjúklingaborgari
25 June 2025
Klassískur réttur sem ég hef gert í mörg ár. Tekur enga stund að útbúa, er svo ljúffengur og allir í fjölskyldunni elska hann. Það er einnig mjög gott að grilla kjúklinginn en annars er afar fljótlegt að elda hann í ofninum.