Hollir og góðir MUNA múslíbitar

Uppskrift í samstarfi með MUNA

Hér höfum við einstaklega góða múslíbita. Þeir minna óneytanlega á rice krispies kökurnar sem við flest öll þekkjum, nema talsvert hollari og henta því vel sem millimál, í nesti eða sem hollt nammi.


Þeir eru afar einfaldir að gera, maður smellir möndlusmjöri, agave sírópi, kókosolíu og dökku súkkulaði í skál, blandar saman. Smellir svo múslí út í og hrærið, útbýr kökur og smellir í frystinn. Þá eru þessir dásamlegu múslíbitar tilbúnir.


Múslíbitar


  • 150 g MUNA möndlusmjör
  • 2 msk MUNA agave síróp
  • 40 g MUNA kókosolía
  • 150 g dökkt súkkulaði
  • 250 g haframúslí með eplum og kanil frá MUNA
  • Sjávarsalt


  1. Bræðið kókosolíu og dökkt súkkulaði yfir vatnsbaði.
  2. Blandið saman möndlusmjöri, agave sírópi, kókosolíunni og súkkulaðinu í skál.
  3. Bætið út í múslíinu út í og hrærið þar til allt hefur samlagast.
  4. Setjið smjörpappír á disk eða ofnskúffu (ef hún kemst í frystinn) og útbúið kökur úr 2 tsk af deigi og setjið á smjörpappírinn, setjið í frystinn í amk klst eða þar til kökurnar hafa stirðnað. Sáldrið örlitlu sjávarsalti yfir.
  5. Kökurnar geymast vel í ísskáp eða frysti.


Jólaglögg kryddblandan ilmar og bragðast eins og jólin sjálf ? ❤️
10 December 2025
Jólaglögg kryddblandan ilmar og bragðast eins og jólin sjálf 🎄 ❤️
4 December 2025
Það er fátt sem toppar góða brauðsneið með hangikjötssalati og þetta er að mínu mati það allra besta. Bragðmikið hangikjöt með silkimjúku majónesi, eggjum og strangheiðarlegum baunum og gulrótum úr dós. Mér finnst mjög gott að bera það fram á þéttu, góðu brauði líkt og dönsku rúgbrauði og þá er það næstum eins og íslen