Muna hafrabollur

Uppskrift í samstarfi við MUNA
Nýbakaðar hafrabollur með góðu áleggi er hin besta næring fyrir stóra sem og smáa og hentar einstaklega vel í nestisboxin. Þessar einföldu MUNA bollur eru bæði einfaldar og bragðgóðar.
Hafrabollur
- 500 ml volgt vatn
- 12 g ger
- 1 tsk hunang frá Muna
- 1 msk ólífu olía frá Muna
- 1 tsk salt
- 200 g grófir MUNA hafrar frá + örlítið meira til að skreyta bollurnar
- 1 dl MUNA hörfræ
- 400 g gróft MUNA spelt
- 1 egg
- Setjið vatn í stóra skál ásamt gerinu og hrærið saman.
- Bætið út í skálina hunangi, ólífu olíu og salti, hrærið saman.
- Bætið þá út í höfrum og hörfræjum út í, hrærið. Bætið því næst speltinu út í, hnoðið öllu vel saman. Leyfið deiginu að hefast á volgum stað í 30 mín.
- Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
- Skiptið deiginu upp í bollur, ég notaði stóra salatskeið, og setjið á smjörpappírsklædda ofnplötu.
- Hrærið eggið saman í skál og penslið því svo yfir bollurnar, skreytið bollurnar með haframjöli.
- Bakið í u.þ.b. 30 mín eða þar til þær eru byrjaðar að taka á sig gylltan lit og eru bakaðar í gegn.


Ef þú ert ein/n þeirra fjölmörgu sem átt pítsuofn þá mæli ég með þessum! Þegar þú ert þar að auki með gott súrdeigsdeig og rétt álegg er lítið mál að búa til pítsur sem keppa við þær allra bestu á veitingastöðum. Hér erum við með klassíska samsetningu sem er okkar allra uppáhalds: pepperóní, skinka, ferskur mozzarella

„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h

