Muna hafrabollur

Uppskrift í samstarfi við MUNA

Nýbakaðar hafrabollur með góðu áleggi er hin besta næring fyrir stóra sem og smáa og hentar einstaklega vel í nestisboxin. Þessar einföldu MUNA bollur eru bæði einfaldar og bragðgóðar.


Hafrabollur


  • 500 ml volgt vatn
  • 12 g ger
  • 1 tsk hunang frá Muna
  • 1 msk ólífu olía frá Muna
  • 1 tsk salt
  • 200 g grófir MUNA hafrar frá + örlítið meira til að skreyta bollurnar
  • 1 dl MUNA hörfræ
  • 400 g gróft MUNA spelt
  • 1 egg


  1. Setjið vatn í stóra skál ásamt gerinu og hrærið saman.
  2. Bætið út í skálina hunangi, ólífu olíu og salti, hrærið saman.
  3. Bætið þá út í höfrum og hörfræjum út í, hrærið. Bætið því næst speltinu út í, hnoðið öllu vel saman. Leyfið deiginu að hefast á volgum stað í 30 mín.
  4. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
  5. Skiptið deiginu upp í bollur, ég notaði stóra salatskeið, og setjið á smjörpappírsklædda ofnplötu.
  6. Hrærið eggið saman í skál og penslið því svo yfir bollurnar, skreytið bollurnar með haframjöli.
  7. Bakið í u.þ.b. 30 mín eða þar til þær eru byrjaðar að taka á sig gylltan lit og eru bakaðar í gegn.


30 April 2025
Góðar kjúklingasamlokur standa alltaf fyrir sínu og þær smellpassa við hin ýmsu tilefni. Hér fær ferskur mozzarella ostur að njóta sín og við leyfum okkur að fullyrða að hér sé komin samsetning sem er með þeim betri.
30 April 2025
Vetur, sumar, vor og haust - það er alltaf rétta árstíðin fyrir gott salat. Mozzarellaperlurnar smellpassa með ljúffengri dressingunni, ferskum jarðarberjum og stökkri parmaskinkunni.