Muna hafrabollur

Uppskrift í samstarfi við MUNA

Nýbakaðar hafrabollur með góðu áleggi er hin besta næring fyrir stóra sem og smáa og hentar einstaklega vel í nestisboxin. Þessar einföldu MUNA bollur eru bæði einfaldar og bragðgóðar.


Hafrabollur


  • 500 ml volgt vatn
  • 12 g ger
  • 1 tsk hunang frá Muna
  • 1 msk ólífu olía frá Muna
  • 1 tsk salt
  • 200 g grófir MUNA hafrar frá + örlítið meira til að skreyta bollurnar
  • 1 dl MUNA hörfræ
  • 400 g gróft MUNA spelt
  • 1 egg


  1. Setjið vatn í stóra skál ásamt gerinu og hrærið saman.
  2. Bætið út í skálina hunangi, ólífu olíu og salti, hrærið saman.
  3. Bætið þá út í höfrum og hörfræjum út í, hrærið. Bætið því næst speltinu út í, hnoðið öllu vel saman. Leyfið deiginu að hefast á volgum stað í 30 mín.
  4. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
  5. Skiptið deiginu upp í bollur, ég notaði stóra salatskeið, og setjið á smjörpappírsklædda ofnplötu.
  6. Hrærið eggið saman í skál og penslið því svo yfir bollurnar, skreytið bollurnar með haframjöli.
  7. Bakið í u.þ.b. 30 mín eða þar til þær eru byrjaðar að taka á sig gylltan lit og eru bakaðar í gegn.


30 July 2025
Grænmetið skorið niður í hæfilega stóra bita og raðað á spjótin, öllum innihaldsefnunum í marineringunni blandað saman og penslað á spjótin.
BBQ kjúklingaborgari
25 June 2025
Klassískur réttur sem ég hef gert í mörg ár. Tekur enga stund að útbúa, er svo ljúffengur og allir í fjölskyldunni elska hann. Það er einnig mjög gott að grilla kjúklinginn en annars er afar fljótlegt að elda hann í ofninum.