Nautasalat með sultuðum balsamik lauk

Uppskrift í samstarfi við gotterí og gersemar

Ef ykkur langar í djúsí og matarmikið salat sem er algjörlega upp á tíu, þá er það þetta hér!


Nautasalat

Fyrir um 4 manns


  • Um 500 g nautalund
  • ½ salathaus
  • Um 100 g klettasalat
  • 1 x krukka sultaður balsamik laukur frá ORA
  • 250 g jarðarber
  • 125 g hindber
  • 1 x granatepli
  • 3 lúkur furuhnetur
  • 2 lúkur kasjúhnetur
  • Parmesanostur
  • Grillkrydd
  • Balsamik dressing (sjá uppskrift að neðan)


  1. Útbúið balsamik dressinguna.
  2. Grillið eða steikið nautalundina þar til hún hefur náð þeirri eldun sem þið óskið eftir og kryddið eftir smekk (ég tók mína af þegar kjarnhiti var um 55°C og leyfði henni að hvíla í um 15 mínútur áður en ég skar hana).
  3. Raðið salati á stórt fat/skál, skerið niður jarðarber og losið berin úr granateplinu.
  4. Ristið furuhnetur og kasjúhnetur á pönnu.
  5. Raðið öllu saman; salati, balsamik lauk, jarðarberjum, hindberjum, granatepli, hnetum og rífið parmesan ost yfir. Setjið síðan balsamik dressingu yfir eftir smekk.


Balsamik dressing uppskrift

  • 140 ml ólífuolía
  • 70 g balsamik gljái
  • 3 msk. púðursykur
  • 3 msk. soyasósa


  1. Vigtið allt í pott og náið suðunni síðan upp, lækkið hitann og leyfið að malla þar til sykurinn er uppleystur. Setjið út á salatið eftir smekk.
13 October 2025
Ef þú ert ein/n þeirra fjölmörgu sem átt pítsuofn þá mæli ég með þessum! Þegar þú ert þar að auki með gott súrdeigsdeig og rétt álegg er lítið mál að búa til pítsur sem keppa við þær allra bestu á veitingastöðum. Hér erum við með klassíska samsetningu sem er okkar allra uppáhalds: pepperóní, skinka, ferskur mozzarella
8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h