Pestópasta með kjúklingi

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar

Eftir allan jólamatinn, út að borða og alls konar sukki í fríinu kallaði pasta á mig sem fyrsta uppskrift sem ég eldaði hér heima!

Þetta var hrikalega góður réttur og ungir sem aldnir borðuðu vel. Stelpurnar kusu reyndar frekar að rífa parmesan ost fyrir sitt pasta en það þýddi bara meiri burrata handa okkur Hemma, haha!


Pestópasta með kjúklingi

Fyrir um 4 manns


  • 3 x kjúlingabringa
  • 1 pakki Dececco spaghetti
  • 3 hvítlauksrif (rifin)
  • 300 g kirsuberja/piccolo tómatar
  • 150 g grænt Filippo Berio pestó
  • 3 msk. basilika (söxuð)
  • Salt, pipar, hvítlauksduft
  • Ólífuolía til steikingar
  • 1 x Burrata ostur


  1. Skerið kjúklingabringurnar í bita, steikið upp úr ólífuolíu og kryddið eftir smekk, geymið.
  2. Sjóðið næst spaghetti á meðan annað er undirbúið.
  3. Steikið næst tómatana í olíu við meðalhita í um 5 mínútur, bætið hvítlauknum við síðustu mínútuna og leggið til hliðar á disk.
  4. Setjið næst pestó og basiliku á pönnuna og blandið saman þar til heitt.
  5. Hellið síðan öllu saman á pönnuna með pestóinu, kjúkling, spaghetti og tómötum og blandið létt saman.
  6. Toppið að lokum með ferskum burrata osti og basilikulaufum og berið fram með góðu hvítlauksbrauði.


13 October 2025
Ef þú ert ein/n þeirra fjölmörgu sem átt pítsuofn þá mæli ég með þessum! Þegar þú ert þar að auki með gott súrdeigsdeig og rétt álegg er lítið mál að búa til pítsur sem keppa við þær allra bestu á veitingastöðum. Hér erum við með klassíska samsetningu sem er okkar allra uppáhalds: pepperóní, skinka, ferskur mozzarella
8 September 2025
„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h