Ostafylltar kartöflur

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar

Linda frænka spurði hvort hún ætti ekki að gera „lútmílu“ í kartöflurnar þegar við vorum að grilla fyrir norðan í sumarfríinu. Ég vissi ekki hvað hún var að tala um en sagði bara já, ég er til! Þá hafði vinkona hennar frá Tékklandi gert þetta fyrir þau fyrir einhverjum árum og hún notað hugmyndina frá henni síðan þá. Ég hef aldrei fengið svona áður og þetta er algjör snilld í bakaða kartöflu, nammi namm!


Ég hef oft séð skafið innan úr kartöflum, þær fylltar og síðan bakaðar aðeins aftur en þetta er svo handhægt og sniðugt svona!

Ostafylltar kartöflur „Lútmíla“

  • 100 g sýrður rjómi frá Gott í matinn
  • 70 g majónes
  • 30 g rjómi frá Gott í matinn
  • 2 hvítlauksrif
  • 1 tsk. salt
  • ½ tsk. pipar
  • 100 g rifinn Cheddar ostur frá Gott í matinn
  • 100 g rifinn Mozzarella ostur frá Gott í matinn

  1. Pískið saman sýrðan rjóma, majónes, rjóma, hvítlauksrif, salt og pipar.
  2. Blandið síðan báðum tegundum af osti saman við og geymið í kæli fram að notkun.
  3. Skerið kross í bakaða kartöflu og leyfið vel af „lútmílu“ að bráðna ofan í hana.
  4. Hægt er að bjóða upp á bakaða kartöflu á þennan máta með hvaða kjöti, sósu og öðru meðlæti sem hugurinn girnist.


Fljótlegt og þægilegt að nota rifinn ost úr pokum í þessa uppskrift.

30 July 2025
Grænmetið skorið niður í hæfilega stóra bita og raðað á spjótin, öllum innihaldsefnunum í marineringunni blandað saman og penslað á spjótin.
BBQ kjúklingaborgari
25 June 2025
Klassískur réttur sem ég hef gert í mörg ár. Tekur enga stund að útbúa, er svo ljúffengur og allir í fjölskyldunni elska hann. Það er einnig mjög gott að grilla kjúklinginn en annars er afar fljótlegt að elda hann í ofninum.