Rækjutaco

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar


Hér kemur ein súper sumarleg, holl og góð uppskrift!


Uppskrift

  • Fyrir 3-4 manns


Rækjutaco


  • 700 g risarækjur
  • Grillolía að eigin vali
  • 8-10 litlar vefjur
  • 3 avókadó
  • ½ mangó
  • ½ rauð paprika
  • ½ rauðlaukur
  • 2 msk. ferskur kóríander
  • Kóríandersósa (sjá uppskrift)
  1. Skolið og þerrið rækjurnar, marinerið upp úr grillolíu í að minnsta kosti klukkustund (ég notaði hunangs grillolíu þetta skiptið og það kom vel út).
  2. Skerið allt grænmeti/ávexti niður og blandið saman í skál og útbúið sósuna.
  3. Hitið vefjurnar og setjið saman eftir hentugleika.


Kóríandersósa


  • 1 ½ dós sýrður rjómi (270 g)
  • 1 lime (safinn)
  • 3 msk. saxaður kóríander
  • 1 rifið hvítauksrif
  • ½ tsk. salt
  • ½ tsk. pipar
  1. Pískið allt saman í skál og geymið í kæli fram að notkun.

Namm!

BBQ kjúklingaborgari
25 June 2025
Klassískur réttur sem ég hef gert í mörg ár. Tekur enga stund að útbúa, er svo ljúffengur og allir í fjölskyldunni elska hann. Það er einnig mjög gott að grilla kjúklinginn en annars er afar fljótlegt að elda hann í ofninum.
Sumarleg vanilluterta með möndlukremi og jarðarberjum
25 June 2025
Þessi vanilluterta er sannkallaður sumardraumur – svo mjúk með djúpu vanillubragði og dásamlegu silkimjúku möndlukremi. Þessi kaka hentar vel í veislur, afmæli eða bara þegar þið viljið fagna sumrinu með einhverju ljúffengu – hér er sumar í hverjum bita, ég lofa!