Rækjutaco

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar
Hér kemur ein súper sumarleg, holl og góð uppskrift!
Uppskrift
- Fyrir 3-4 manns
Rækjutaco
- 700 g risarækjur
- Grillolía að eigin vali
- 8-10 litlar vefjur
- 3 avókadó
- ½ mangó
- ½ rauð paprika
- ½ rauðlaukur
- 2 msk. ferskur kóríander
- Kóríandersósa (sjá uppskrift)
- Skolið og þerrið rækjurnar, marinerið upp úr grillolíu í að minnsta kosti klukkustund (ég notaði hunangs grillolíu þetta skiptið og það kom vel út).
- Skerið allt grænmeti/ávexti niður og blandið saman í skál og útbúið sósuna.
- Hitið vefjurnar og setjið saman eftir hentugleika.
Kóríandersósa
- 1 ½ dós sýrður rjómi (270 g)
- 1 lime (safinn)
- 3 msk. saxaður kóríander
- 1 rifið hvítauksrif
- ½ tsk. salt
- ½ tsk. pipar
- Pískið allt saman í skál og geymið í kæli fram að notkun.

Namm!


Ef þú ert ein/n þeirra fjölmörgu sem átt pítsuofn þá mæli ég með þessum! Þegar þú ert þar að auki með gott súrdeigsdeig og rétt álegg er lítið mál að búa til pítsur sem keppa við þær allra bestu á veitingastöðum. Hér erum við með klassíska samsetningu sem er okkar allra uppáhalds: pepperóní, skinka, ferskur mozzarella

„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h

