Rækjutaco

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar


Hér kemur ein súper sumarleg, holl og góð uppskrift!


Uppskrift

  • Fyrir 3-4 manns


Rækjutaco


  • 700 g risarækjur
  • Grillolía að eigin vali
  • 8-10 litlar vefjur
  • 3 avókadó
  • ½ mangó
  • ½ rauð paprika
  • ½ rauðlaukur
  • 2 msk. ferskur kóríander
  • Kóríandersósa (sjá uppskrift)
  1. Skolið og þerrið rækjurnar, marinerið upp úr grillolíu í að minnsta kosti klukkustund (ég notaði hunangs grillolíu þetta skiptið og það kom vel út).
  2. Skerið allt grænmeti/ávexti niður og blandið saman í skál og útbúið sósuna.
  3. Hitið vefjurnar og setjið saman eftir hentugleika.


Kóríandersósa


  • 1 ½ dós sýrður rjómi (270 g)
  • 1 lime (safinn)
  • 3 msk. saxaður kóríander
  • 1 rifið hvítauksrif
  • ½ tsk. salt
  • ½ tsk. pipar
  1. Pískið allt saman í skál og geymið í kæli fram að notkun.

Namm!

Ljúffeng og mild púrrulauksdýfa sem passar fullkomlega með fersku grænmeti, kexi eða snakki. Frábær
30 December 2025
Ljúffeng og mild púrrulauksdýfa sem passar fullkomlega með fersku grænmeti, kexi eða snakki. Frábær meðlæti á veisluborðið eða þegar þig langar í eitthvað extra gott.
16 December 2025
Það er skemmtilegt föndur en ákaflega einfalt að gera jólalegan ostabakka. Ég lofa að þessi ofurkrúttlegi bakki mun slá í gegn í hvaða jólaboði sem er.