Rækjutaco

Uppskrift í samstarfi við Gotterí og gersemar
Hér kemur ein súper sumarleg, holl og góð uppskrift!
Uppskrift
- Fyrir 3-4 manns
Rækjutaco
- 700 g risarækjur
- Grillolía að eigin vali
- 8-10 litlar vefjur
- 3 avókadó
- ½ mangó
- ½ rauð paprika
- ½ rauðlaukur
- 2 msk. ferskur kóríander
- Kóríandersósa (sjá uppskrift)
- Skolið og þerrið rækjurnar, marinerið upp úr grillolíu í að minnsta kosti klukkustund (ég notaði hunangs grillolíu þetta skiptið og það kom vel út).
- Skerið allt grænmeti/ávexti niður og blandið saman í skál og útbúið sósuna.
- Hitið vefjurnar og setjið saman eftir hentugleika.
Kóríandersósa
- 1 ½ dós sýrður rjómi (270 g)
- 1 lime (safinn)
- 3 msk. saxaður kóríander
- 1 rifið hvítauksrif
- ½ tsk. salt
- ½ tsk. pipar
- Pískið allt saman í skál og geymið í kæli fram að notkun.

Namm!


„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h