Mozzarella snjókarlar

Uppskrift: Gott í matinn

Litlir og sætir jóla snjókarlar sem smakkast líka einstaklega vel. Snjókarlarnir eru ótrúlega vinsælir hjá börnum og gaman að útbúa þá með þeim. 


Hráefni


  • Mozzarella kúlur
  • Litlir tómatar
  • Fersk basilíka
  • Gulrót
  • Svört seamfræ
  • Trépinnar



Leiðbeiningar


  • Skerið örltíð af tómötunum og raðið þeim fyrst á pinnana.
  • Skerið nokkrar mozzarella kúlur í sneiðar og setjið eina sneið á hvern trépinna sem húfukant.
  • Næst fer hausinn á, eða heil mozzarella kúla.
  • Brjótið eitt basilíkublað saman sem trefil og setjið því næst aðra mozzarella kúlu.
  • Svörtu sesamfræin eru notuð fyrir augu, munn og hnappa á magann. Einnig er hægt að nota svartan pipar eða svart kökuskraut í augun, eða hvað sem ykkur dettur í hug.
  • Skerið lítinn bita af gulrót og notið fyrir nef.
  • Raðið á bakka, berið fram og njótið.




16 December 2025
Það er skemmtilegt föndur en ákaflega einfalt að gera jólalegan ostabakka. Ég lofa að þessi ofurkrúttlegi bakki mun slá í gegn í hvaða jólaboði sem er.
16 December 2025
Tiramisú er dásamlegur eftirréttur sem er léttur og sætur, og bara fullkominn eftir þunga máltíð ef mann langar í smá sætt. Ég ákvað að ögra smá klassísku tiramisu og prófa að breyta því svolítið með karamellusósu og Doré karamellusúkkulaði og útkoman er í einu orði sagt dásamleg. Uppskriftin dugar fyrir 4-6