Mozzarella fiskréttur
Uppskrift í samstarfi við MS
Þessi fiskréttur er svo fljótlegur og góður, akkúrat það sem maður þarf í miðri viku. Pestóið og mozzarella osturinn gefa svo gott bragð. Með þessum rétti er gott að vera með hrísgrjón eða bankabygg.
Innihaldsefni
Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift (fyrir 4 - 5 manns.)
- 860 g ýsuflök
- 180 g rautt pestó
- 1 dós mozzarella perlur
- 10 - 12 döðlur
- basilika handfylli
- salt og pipar
Leiðbeiningar
Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu
- Þú byrjar á því að skola fiskinn og þerra, skerð svo flökin niður í hæfilega stóra bita.
- Raðar fisknum í botninn á eldföstu móti og kryddar fiskinn með salti og pipar.
- Setur rauða pestóið yfir fiskinn og dreifir því vel yfir alla bitana.
- Skerð döðlurnar í bita og raðar yfir fiskinn.
- Þú setur svo mozzarella kúlurnar yfir fiskinn ásamt niðurskorinni ferskri basiliku.
- Rétturinn er svo hitaður við 180 gráður í 25 mínútur.
- Á meðan er tilvalið að sjóða hrísgrjón, útbúa salat eða hvítlauksbrauð.

Ef þú ert ein/n þeirra fjölmörgu sem átt pítsuofn þá mæli ég með þessum! Þegar þú ert þar að auki með gott súrdeigsdeig og rétt álegg er lítið mál að búa til pítsur sem keppa við þær allra bestu á veitingastöðum. Hér erum við með klassíska samsetningu sem er okkar allra uppáhalds: pepperóní, skinka, ferskur mozzarella

„Þessi uppskrift er alveg hreint dásamleg. Hún er bæði auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus út í búð,“ segir heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir eða Jana eins og hún er kölluð um þennan einfalda og gómsæta MUNA hummus sem hún skellti í á dögunum. Jana lætur flesta matargerð líta einfaldlega út en h

