Mozzarella fiskréttur
Uppskrift í samstarfi við MS
Þessi fiskréttur er svo fljótlegur og góður, akkúrat það sem maður þarf í miðri viku. Pestóið og mozzarella osturinn gefa svo gott bragð. Með þessum rétti er gott að vera með hrísgrjón eða bankabygg.
Innihaldsefni
Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift (fyrir 4 - 5 manns.)
- 860 g ýsuflök
- 180 g rautt pestó
- 1 dós mozzarella perlur
- 10 - 12 döðlur
- basilika handfylli
- salt og pipar
Leiðbeiningar
Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu
- Þú byrjar á því að skola fiskinn og þerra, skerð svo flökin niður í hæfilega stóra bita.
- Raðar fisknum í botninn á eldföstu móti og kryddar fiskinn með salti og pipar.
- Setur rauða pestóið yfir fiskinn og dreifir því vel yfir alla bitana.
- Skerð döðlurnar í bita og raðar yfir fiskinn.
- Þú setur svo mozzarella kúlurnar yfir fiskinn ásamt niðurskorinni ferskri basiliku.
- Rétturinn er svo hitaður við 180 gráður í 25 mínútur.
- Á meðan er tilvalið að sjóða hrísgrjón, útbúa salat eða hvítlauksbrauð.