Mozzarella fiskréttur

Uppskrift í samstarfi við MS

Þessi fiskréttur er svo fljótlegur og góður, akkúrat það sem maður þarf í miðri viku. Pestóið og mozzarella osturinn gefa svo gott bragð. Með þessum rétti er gott að vera með hrísgrjón eða bankabygg.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift (fyrir 4 - 5 manns.)


  • 860 g ýsuflök
  • 180 g rautt pestó
  • 1 dós mozzarella perlur
  • 10 - 12 döðlur
  • basilika handfylli
  • salt og pipar


Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu


  • Þú byrjar á því að skola fiskinn og þerra, skerð svo flökin niður í hæfilega stóra bita.
  • Raðar fisknum í botninn á eldföstu móti og kryddar fiskinn með salti og pipar.
  • Setur rauða pestóið yfir fiskinn og dreifir því vel yfir alla bitana.
  • Skerð döðlurnar í bita og raðar yfir fiskinn.
  • Þú setur svo mozzarella kúlurnar yfir fiskinn ásamt niðurskorinni ferskri basiliku.
  • Rétturinn er svo hitaður við 180 gráður í 25 mínútur.
  • Á meðan er tilvalið að sjóða hrísgrjón, útbúa salat eða hvítlauksbrauð.


Jólaglögg kryddblandan ilmar og bragðast eins og jólin sjálf ? ❤️
10 December 2025
Jólaglögg kryddblandan ilmar og bragðast eins og jólin sjálf 🎄 ❤️
4 December 2025
Það er fátt sem toppar góða brauðsneið með hangikjötssalati og þetta er að mínu mati það allra besta. Bragðmikið hangikjöt með silkimjúku majónesi, eggjum og strangheiðarlegum baunum og gulrótum úr dós. Mér finnst mjög gott að bera það fram á þéttu, góðu brauði líkt og dönsku rúgbrauði og þá er það næstum eins og íslen