Marengskrans með sérrírjóma

Uppskrift: Gerum daginn girnilegan
Það er eitthvað við marengs, þeyttan rjóma og fersk ber. Við mælum með að prófa þennan marengskrans með sérrírjóma yfir hátíðarnar, tilvalið í jólaboðin. ❤️
Hráefni
Marengsbotn
- 6 eggjahvítur
- 330 g ssykur
- 1 tsk hvítvínsedik
- 1 tsk kartöflumjöl
Leiðbeiningar
- Hitið ofninn í 140°C og teiknið um 30 cm hring á bökunarpappír og annan um 20 cm inn í hann.
- Þeytið eggjahvíturnar þar til þær byrja aðeins að freyða og bætið sykrinum saman við í nokkrum skömmtum, þeytið nokkkrar mínútur eða þar til blandan verður nægilega stíf til að topparnir haldi sér.
- Hrærið kartöflumjöl og hvítvínsedik saman og blandið við marengsblönduna í lokin, þeytið stutta stund og setjið síðan blönduna í stóran sprautupoka.
- Sprautið eftir hringnum sem þið teiknuðuð (ekki alveg út að köntunum samt því marengsinn stækkar við bakstur).
- s.l.éttið úr eins og unnt er og rennið matskeið eftir toppnum til að s.l.étta / gera pláss fyrir fyllinguna.
- Bakið í 70 mínútur og slökkvið þá á ofninum og leyfið marengsinum að kólna niður með honum.
Hráefni
Fylling og skreyting
- 500 ml þeyttur rjómi + 40 ml rjómi fyrir súkkulaðibráð
- 2 msk Harveys Bristol Cream sérrí
- 5 makkarónukökur (muldar)
- 70 g dökkt súkkulaði
- 250 g Driscolls jarðarber
- 125 g Driscolls hindber
- 125 g Driscolls brómber
- 125 g Driscolls rifsber
- 125 g Driscolls bláber
- Rósmaríngreinar og flórsykur til skrauts.
Leiðbeiningar
- Saxið dökkt súkkulaði smátt, hitið 40 ml af rjóma að suðu og hellið yfir. Pískið þar til s.l.étt súkkulaðibráð hefur myndast, leyfið blöndunni aðeins að kólna niður áður en þið setjið yfir rjómann.
- Skerið jarðarberin niður í smærri bita og takið önnur ber til.
- Blandið sérrí og makkarónukökum varlega saman við þeytta rjómann með sleikju.
- Smyrjið jafnt yfir allan toppinn á marengshringnum.
- Dreifið berjunum jafnt yfir toppinn ásamt súkkulaðibráðinni
- Stingið rósmaríngreinum hér og þar til skrauts ásamt því að sigta flórsykur yfir.
- Kælið í að minnsta kosti 4 klukkustundir. Einnig er gott að setja rjómann yfir, kæla yfir nótt og setja ber + súkkulaði yfir rjómann næsta dag.


Tiramisú er dásamlegur eftirréttur sem er léttur og sætur, og bara fullkominn eftir þunga máltíð ef mann langar í smá sætt. Ég ákvað að ögra smá klassísku tiramisu og prófa að breyta því svolítið með karamellusósu og Doré karamellusúkkulaði og útkoman er í einu orði sagt dásamleg.
Uppskriftin dugar fyrir 4-6


